Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 16
14
Fyrstu myndir barnsins
Höfuðfætla, höf. 4 og hálfs árs.
Eins og nafnið bendir til er hér um höfuð að
ræða með fótum neðan úr og ef til vill handleggj-
um. Barnið hefur tekið stórt skref fram á við,
ánægjan af hreyfingunni einni sarnan víkur nú fyrir
meðvituðum hugmyndum barnsins um að gera
mynd.
Þessi þróun á sér þó ekki stað fyrr en eftir að
barnið hefur um langan tíma getað leikið sér af
tiltölulegu öryggi með hugtök og tákn málsins.
Það verður bæði að vita, hvað maður er, hvað
hús er o. s. frv., og að hægt er að gera afmynd
þess, sem í rauninni er ekki raunverulegt hús,
heldur mynd.
Oft heldur barnið sig ekki fast við hið upphaf-
lega áform sitt um það, af hverju myndin eigi að
vera, það getur skipt um skoðun í miðju kafi, ef
teikningin minnir af tilviljun á eitthvað annað en
það, sem barnið hafði í upphafi hugsað sér.
Myndin er að mestu innra með barninu, sjaldan
er neinn greinarmunur gerður á karli, konu eða
barni, né heldur manni og dýri. Barnið teiknar hús,
bát og bíl á mjög svipaðan hátt.
Smám saman byrjar barnið að bæta við smá-
atriðum eins og augum, munni, hári, dyrum á hús-
ið, hjólum á bílinn, rófu á hundinn o. s. frv. Á þess-
um aldri ( ca. 4—6 ára) málar það gjarnan með
votlitum, og fyllir stóra fleti með lit, sem á engin
tengsl við raunaveruleikann, heldur er tjáning til-
finninganna.
Andleg heilbrigði barnsins er mikið undir því
komin að því veitist tækifæri til fjölbreytilegs skap-
andi starfs, og að árangurinn fái jákvæðar mót-
tökur.
Viðurkenning og hrós hinna eldri er frá sjónar-
hóli barnsins hin félagslega viðurkennng á því,
sem það skapar og aðhefst, og jafnframt hvatn-
ing til að halda áfram á sömu braut.
Heimildir:
Börnetegning. Udvikling og udtryk.
Útg.: Munksgaard.
Barn och bild. Under redaktion av Gunnar Barefelt.
Útg.: Almqvist & Wiksell.