Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 22

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 22
20 JÓHANN GUÐMUNDSSON, læknir: Er heilbrigðisþjónusta skólanna í takt við tímann? Góð heilbrigðisþjónusta er ein af undirstöðum eðlilegrar búsetu í landinu. Þessi þjónusta, svo og ný skólalöggjöf, hefur verið mikið til umræðu und- anfarið. Hins vegar hefur heilbrigðisþjónusta í skólum landsins, sem hlýtur að flokkast undir frumheilbrigðisþjónustu og einnig skólalöggjöfina, ekki borið mikið á góma. Við sem eigum börn í skóla, kennarar, skóla- læknar og skólahjúkrunarkonur, höfum ýmislegt við heilbrigðisþjónustu skólanna að athuga. Með þessari grein er vonast til að byr gefi und- ir umræður um heilbrigðisþjónustu í skólunum: 1) Hver hún á að vera; 2) Markmið hennar; 3) Skipulag og framkvæmd. Aðalatriðið er að ná samkomulagi um það, hver þessi þjónusta á að vera á okkar dögum. Sögulega séð byrjaði þessi þjónusta sjálfsagt, þegar skólar voru ilia upphitaðir í lélegum húsa- kynnum með ófullnægjandi borð og stóla ásamt skorti á hreinlæti og birtu. f dag ætti þessum frumskilyrðum að vera fullnægt i öllum skólum landsins. Skólaaldurinn er sá hluti ævinnar, þegar heils- an er bezt að jafnaði. Ekki er hægt að segja, að skólaveran sem slík sé orsök t. d. hjarta- og lungnasjúkdóma, en veldur oft þreytu með minnk- uðu andlegu og líkamlegu úthaldi. Líkamlegir og sálrænir kvillar eiga sennilega oft upptök í skól- anum eða koma fram á skólaaldri. Þá má ekki gleyma hinu alvarlega vandamáli nútímans, fíknilyfjaneyzlu. Skólaskylduárin eru 8, en geta orðið 20—30. Þetta er því drjúgur tími af mannsævinni. Skólaleiði eða þreyta hjá nemendum hefur ver-

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.