Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 23

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 23
21 ið mikið rannsökuð erlendis. í skólum með 5 daga skólaviku sýndi það sig, að þreytan var ekki mest síðasta tíma skóladagsins, heldur þann fyrsta og þann þriðja. Fróðlegt væri að gera slíka rann- sókn hér á landi í okkar tví- og jafnvel þrísetnu skólum. Við skólaleiða má fullyrða að rétta með- ferðin sé ekki læknisfræðileg, heldur meira upp- eldisleg, sálfræðileg, félagsleg og kannski mest pólitísk! Er heilbrigðisþjónustu skólanna ofviða að leysa líkamleg og andleg vandmál nemenda, sem stundum orskast af neyzlu fíknilyfja? Við þessum spurningurn ásamt ótal fleirum væri æskilegt og nauðsynlegt að fá viðunandi svör. Umræður og skrif um þetta myndu áreiðanlega gefa okkur svör við því, hvort heilbrigðisþjónusta skólanna er nægilega góð í núverandi formi og þá hver hún ætti að vera í íramtíðinni með tilliti til annarrar heilbrigðisþjónustu. Á hún að vera meiri eða minni utan skóla eða innan? Yrði það vonandi æsku landsins og aliri þjóðinni til gagns. Til að leiða umræður í farveg verða hér sett fram nokkur atriði heilbrigðisþjónustunni til íhug- unar: 1) Á ekki að auka heilbrigðisþjónustuna fyrir börn á aldrinum fyrir skólaskyldu? -— Sjúkleika á að fyrirbyggja og helzt eins snemma og hægt er. Á þeim árum, sem líða frá því barnið hættir reglulegum heimsóknum á heilsugæzlustöðvar og þar til skólaskylda byrjar, væri rétt að auka heilsu- gæzluna meira en nú er í þessum tilgangi. 2) Á heilbrigðisþjónusta skólanna að beina kröftum sínum meira að því að fyrirbyggja or- sakir heilsuleysis og úthaldsleysis nemendanna? Þessara orsaka er oft að leita utan skólans, í umferðinni, á heimilunum eða þar sem nemendur eyða frístundum sínum. Sem kunnugt er eykst umferð hér gífurlega hratt. Umferðamenningu hér er mjög ábótavant mest vegna skorts á umferðaþekkingu, umburðar- lyndi og kurteisi í umferðinni. Þá eru þess mörg nærtæk dæmi, að leiðir barna í skólana eru ekki með nægum umferðamerkjum. í okkar þjóðfélagi sem öðrum verður það æ algengara, að báðir foreldrar barnanna vinna utan heimilisins. Þetta vandamál varðar skóla og börn

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.