Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 25

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 25
23 SVAVA STEFÁNSDÓTTIR, félagsráðgjafi: Hvers vegna fræðsla Ég hygg flesta nú orðið vera sammála um nauð- syn þess að fræða börn á eðlilegan og hreinskil- inn máta um þær staðreyndir lífsins, sem lúta að kynferði og kynlífi. Hvers vegna er þessi fræðsla nauðsynleg? Það er álíka auðvelt að svara þessari spurningu eins og þeirri, hvers vegna nauðsynlegt sé að læra að lesa. Svarið er blátt áfram: Til þess að búa börnin betur undir lífið. Hvenær á að byrja að fræða börnin? Þörfin fyrir fræðslu gerir oftast vart við sig með því, að börnin spyrja eða spurningar liggja í loftinu. For- vitnir og opinskáir krakkar fara fljótt að spyrja, ef til vill 3—4 ára gömul. Þau spyrja til dæmis hvaðan börnin komi og hvernig þau hafi komist þangað. Það veltur á miklu, að börnunum sé svar- að af hreinskilni strax frá upphafi og svörin mið- uð við aldursþroska barnsins. Við foreldrar eig- um ef til vill ekki öll svo auðvelt með að veita þessa fræðslu, án þess að verða sjálf eitthvað smávegis þvinguð og feimin. Það liggur í hlutar- ins eðli óg á rætur sínar að rekja til okkar eigin uppvaxtarára. — Ef við strax frá byrjun, þegar börnin eru lítil, venjum okkur á að svara spurning- um þeirra af hreinskilni og án þess að gera hlut- ina flókna, veitist okkur auðveldara að bæta við þekkingu barnanna, þegar þau stækka og þroskinn eykst. Fræðslan um hlutverk okkar sem karls og konu hefst þannig á heimilinu, þegar best vill. Ýmsir atburðir í fjölskyldunni, svo sem barnsfæðingar, giftingar, eða þegar húsdýr eignast afkvæmi og fleira, koma oft umræðum af stað. Það er ágæt regla að láta spurningar barnanna ráða ferðinni. Þær gefa nokkuð vel til kynna, hvaða fræðslu barn- ið er reiðubúið að taka við. Ef börnin spyrja einsk-

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.