Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 33
JÓN S. KARLSSON,
sálfræðingur:
31
Hvers vegna er fyrsta árið
svo mikilvægt
Lengi fram eftir þessari öld var það viðburður,
ef fræðimenn á sviði sálarfræði gerðu fyrstu ár
ævinnar að viðfangsefni sínu. Var þá talið, að
annað hvort skipti þetta tímaþil minna máli en
seinni tíniabil bernskunnar, eða að sú staðreynd,
að erfiðara var að koma við rannsóknum á þessu
tímaskeiði, og því hafi menn einbeitt sér að því
að rannsaka það, sem auðveldara var.
í seinni heimsstyrjöldinni beindist athygli manna
að börnum, sem höfðu verið aðskilin frá mæðrum
sínum á fyrsta árinu. Varð mönnum þá áþreifan-
iega Ijóst, að ekki er nægilegt að fullnægja ein-
göngu líkamlegum þörfum á venjubundinn, óper-
sónulegan hátt, heldur er nauðsynlegt að barnið
hafi tengsl við ákveðna manneskju, sem sýni því
ástúð. Þetta hefur einnig komið fram á vöggu-
stofum, þar sem einungis er séð fyrir fæðuþörf
barnsins svo og hreinlæti.
Börn, sem alast upp við slíkar aðstæður fyrsta
árið, sýna upp frá því, mismunandi mikið, öryggis-
leysi og truflanir á tengslum við annað fólk, sem
einkum lýsa sér í því, að einstaklingurinn á auð-
velt með að komast í yfirborðsleg tengsl við aðra
en skortir hins vegar hæfni til þess að mynda
dýpri og varanlegri tengsl.
Á fyrsta árinu má telja, að einstaklingurinn
myndi sér grundvallarafstöðu til umheimsins, þá
læri hann að líta á heiminn sem þægilegan og ör-
uggan stað eða hið gagnstæða. Hæfni einstakl-
ingsins til að mynda tengsl við aðra þróast á af-
gerandi hátt á þessu tímabili. Fyrsta árið verður
enn mikilvægara, þar sem einstaklingurinn verð-
ur að öðlast ákveðna reynslu, þ. e. a. s. föst tengsl
við ákveðna manneskju og njóta ástúðar hennar.
Ef það er ekki fyrir hendi á þessu tímabili, bendir
margt til þess, að það verði ekki að fullu bætt
síðar, enda þótt reynt sé þá að láta einstakling-
inn njóta þess, sem hann fór á mis. Þá er það
of seint.