Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 9
Þar missti ég gott starf. Smásaga eftir Langston Hughes. ” AÐ var gott starf. Það bezta sem ég hef liaft. Ég fékk það seinasta árið mitt í gagn- fraeðaskólanum og ég var nærri búinn með menntaskólann þegar ég missti það. Mér þykir sannarlega teiðinlegt að ég hélt því ekki lengur. Eg græddi h'ka vel á því. Græddi svo mikið að ég gat farið í dýrari skóla en ég hafði áður verið í. Herra Lloyd gætti þess að kennslan væri ekki neitt kák. Hann sagðist aldrei vera á móti negr- um, og ég held hann hafi sagt það satt. Hann var mér að minnsta kosti ágætur þangað til þessi hrúnka, sem ég ætla að segja þér frá, gerði hann brjálaðan. Nú, herra I.Ioyd var svona: Hann hafði nóga peninga, honum þótti vínið sitt gott, og hon- um þótti kvenfólkið sitt gott. Ágætisnáungi — þangað til hann náði í þessa fröken úr Harlem. Eða hún í hann. Mitt fólk — Jrað er ekki gott með það. Veslings negrarnir. Það var víst mér að kenna að einhverju leyti. Ég hefði átt að segja herra Lloyd að hún væri að leika á hann. En ég var að hugsa um minn hag, og í Jaað skipt- ið hugsaði ég of vel um hann. En Jiað var eitt af Jdví sem herra Lloyd hrýndi fyrir mér, Jjegar hann réð mig til sín. Hann sagði: „Drengur minn, þú vinnur fyrir mig, engan annan. Hafðu ekki orð á því sem gerist hérna og Jiað mun horga sig fyrir þig. Þú ert í skóla, er Jiað ekki? .Jæja, þú skalt ekki þurfa að hafa áhyggjur út af peningum til að kaupa fyrir bækur og hjóða stúlkunum þínum út — ekki ef þú ert hjá mér.“ Hann borgaði mér tuttugu og tvo dollara á viku og frítt fæði og húsnæði. Hann hafði fjögra herbergja íhúð, eins hlýlegan stað og hægt er Lnngston Hughcs. að hugsa sér, þaðan sem maður sá alveg yfir Árhakkahraut. Ágætt útsýni. Á sumrin Jaegar herra Lloyd var í París eða Berlín hafði ég ekki neitt að gera nema horða og sofa og viðra hús- gögnin. Ég varð svo Jneyttur að ég fór í sumar- skóla. „Hvað ætlarðu að verða, drengur?“ sagði liann. Ég sagði: „Tannlæknir, hugsa ég.“ Hann sagði: „Gerðu Jrað. Þeir græða helvíta mikið — ef Jaeir hafa nóg sex appeal." Hann var alltaf að tala um sex appeal og ást. Hann kunni fleiri klámsögur en nokkur maður sem ég hef nokkurntíma séð, Jxað kunni herra Lloyd. Og hann vildi hafa kvenfólkið sitt ungt og laglegt. Ég gerði ekki mikið meira, eyddi tímanum í að Jirífa til eftir einhvern kvenmann, sem hann hafði haft heim með sér, eða smyrja brauð og hlanda vín. Þegar ég gerði eitthvað LANDNEMINN 3

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.