Landneminn - 01.10.1947, Side 12
kannski að annað þeirra liefði verið slegið nið-
nr, svo að ég opnaði dyrnar til að sjá. Sá gamli
kraup að fótum Pálínu og hélt handleggjunum
um hné hennar.
„Guð minn góður, Pálína, livað ég elsjta þig,“
lieyrði ég hann segja. Ég vil fá þig. Taktu ekki
mark á því sem ég hef sagt. Farðu ekki frá mér.
Farðu ekki, farðu ekki, farðu ekki.“
„Slepptu mér út!“ sagði Pálína og sló lierra
Lloyd.
En sá gamli hélt henni fastar. Þá þreif hún
hina viskýflöskuna og sló hann í höfuðið. Auð-
vitað rnissti hann meðvitundina. Ég náði í skál
af köldu vatni og kom honum í rúmið með bindi
um höfuðið. Pálína tók alla liringina og ann-
að sem hann hafði gefið henni og kastaði því í
hann þar sem hann lá í rúminu eins og vota.
„Hvíti óþokki!“ sagði hún. „Bara af því þeir
borga manni, halda þeir að þeir eigi mann. Eng-
inn hvítur maður skal eiga mig. Ég hlæ með
þeim og þeir hakla að ég sé hrifin af þeim.
Andskotinn, ég er frá Arkansas, Jrar sem þeir
hvítu slátra negrunum á götunni. Hvernig gæti
ég verið hrifin af þeim.“ Hún tók kápuna og
hattinn og fór.
Þegar sá gamli rankaði við sér, sagði hann
mér að hringja í bílstjórann. Ég hélt hann ætl-
aði til læknisins af því það blæddi úr höfði hans.
En bílstjórinn sagði mér seinna, að hann hefði
allan daginn verið að aka um Harlem og reyna
að finna Pálínu. Hann langaði að ná í liana aft-
ur. En hann fann hana aldrei.
Það var líka slæmt með höfuðið á lionum.
Það hefur víst festst í því alerbrot eða ^ÞtUv^ð
Ég sá hann ekki í átta vikur. Þegar ég sá hann.
var hann ekki sami maður. Nei, maður, eitt-
hvað hafði komið fyrir lierra Lloyd. Það liafði
eitthvað bilað í höfðinu á honum. Hann drakk
meira en nokkru sinni áður, og ég var svo hátt
uppi, að ég vissi ekkert í minn haus. Hann fór
aítur að vera með hvítum konum, en nú var
hann kominn á þá skoðun, að Iiann væri heims-
ins bezti elskhugi og hann þyrfti ekki að gefa
þeim neitt nema sjálfan sig — sem var ekki svo
skemmtilegt fyrir litlu Broadway-gullgrafarana,
sem vildu demanta og seðla. Konur urðu fljótt
leiðar þegar þær götvuðu að herra Lloyd var
orðinn rómantískur — og nízkur. Það gekk all-
ur andskotinn á þegar stúlkurnar fengu ekki
gjafirnar sínar og seðlana. En herra Lloyd sagði
bara: „Til andskotans með Jrær,“ og drakk nteira
en áður og lét þær laglegu fara. Hann náði í
kvenfólk á götunni og vildi svo ekki borga Jreim,
jafnódýrar og Jxer eru. Hann kom seint heim
og fór að drekka og gráta, út af Pálínu. Sólin
kont upp yfir Hudson áður en hann hætti —
hann lét mig drekka með sér og hlusta á hvern-
ig Jtað hafði verið með Pálínu á næturnar.
„Ég elska hana, drengur. Og hún hélt ég
væri að reyna að kaupa hana. Einhver svert-
ingi þurfti að koma og slá mig út. En ég er al-
veg jafngóður og þessi svarti strákur." Og hann
fór að gorta um hvítu konurnar, sent hann gæti
haft, án peninga. (Auðvitað vitleysa). Og hann
sendi mig til Harlern að finna Pálínu.
En ég fann liana ekki. Hún hafði farið með
vini sínum. Sumir sögðu til Memphis. Aðrir
Chicago. Enn aðrir Los Angeles. Hún var að
minnsta kosti farin — þessi stelpa, sem var eins
og Alabamatungl.
Ég sagði herra Lloyd að hún væri farin, svo
að við urðum fullir aftur. Heila viku kom hann
ekki á skrifstofuna. Og ég missti af skólanum.
Ef ég lét hann vera einan, varð hann eins og
vitlaus maður. Hann tók kvennamyndir og barði
þær og trampaði á Jreim, og faðmaði þær og
reif þær svo í sundur. Borðaði ekki. Vildi eng-
an sjá.
Þá eina nótt vissi ég að hann var brjálaður
— svo að Jrað var búið. Hann þrífur hurðina,
eins og hún væri kona, og fer að kyssa hana.
Eg gat ekki fengið hann til að hætta, svo ég
hringdi í bílstjórann. Bílstjórinn náði í einn af
verzlunarvinum herra Lloyds. Og þeir fara með
liann á spítala. Það var seinast í apríl. Þeir liafa
haft hann á hælinu síðan. íbúðin er lokuð og
ég hef enga vinnu. Eg komst Jtó gegnum mennta-
skólann. En ég veit ekki, hvernig ég ætti að
geta lært til tannlæknis. Ég skrifaði mömmu
tif Atlanta og sagði henni, að mér gengi erfið-
lega. Það eru ekki margir herrar Lloydar.
Og bílstjórinn sagði mér í gær, að hann væri
bandbitlaus núna. Stundum heldur liann að
hann sé einhver náungi að nafni Don Juan. Svo
heldur hann að hann sé foli að elta meri. Stund-
um er hann ljón. Veslingurinn. Hann var ágætur
Jtegar hann var ekki búinn að fá lausa skrúfu.
En vissulega gerði sú brúna hann brjálaðan.
Hvað mig snertir — ja, Jrá missti ég þar gott
starf.
6 LANDNEMINN