Landneminn - 01.10.1947, Qupperneq 13

Landneminn - 01.10.1947, Qupperneq 13
f FYLKINGARFRÉTTIR Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalisa. Deildum í Æsku- lýðsfylkingunni — sambandi ungra sósíalista — liefur fjölgað mjög á s«ð- ustu árum og með- limatala sambands- ins hefur margfa'd- azt. Þetta er góður vottur þess, að í þessu landi er sókn- djörf, hugsandi æska, sem fylkir sér undir merki sósíal- ismans, jressari æsku er það ljóst, að á herðum henn- ar hvílir skylda við sjálfa sig og framtíð íslenzku þjóðarinnar og að hún á að gegna þeirri skyldu. Á þingum Æskulýðsfylkingarinnar eiga sæti fulltrúar frá hinum ýmsu deildum hennar.' Þar er mótuð stefna sambandsins á hverjum tíma. Æskulýður landsins og þjóðin öll, á kost á því að fylgjast með störfum þessara þinga og ætti ekki að láta það tækifæri ónotað. Það er vissu- lega fróðlegt að bera saman ályktanir sambands- þinga Æskidýðsfylkingarinnar og störf og stefnu hinna æskulýðsfélaganna í landinu. Kröfur Æskulýðsfylkingarinnar æskulýðnum til lianda, iiafa ávallt fengið daufar undirtektir hjá borg- araflokkunum íslenzku, ef þær hafa ekki verið hundsaðar með öllu. Vilja þessara flokka til þess að vinna að hagsmunamálum æskunnar er ekki hægt að marka á neinu öðru en gerðum þeirra. Svo sjálfsögð réttlætiskrafa, sem lækkun kosningaaldursins niður í 18 ár hefur enn ekkí náð fram að ganga þrátt fyrir það þó að fólki á þeim aldri séu lagðar nákvæmlega sömu skyld- ur á herðar og öðrum borgurum þjóðfélagsins. Krafa æskunnar um æskulýðshöll í Reykjavík hefur heldur ekki náð fram að ganga þrátt fyr- ir knýjandi nauðsyn á að æskan eignist tóm- stundaheimili, það sýna gleggst hin tíðu afbrot og drykkjuskapur ungra manna, sem hvergi eiga liöfði sínu að að halla í frístundum sínum, ann- ars staðar en á götunni, inni á lélegum dansleikj- um eða að horfa á óvandaðar kvikmyndir. Svo mætti lengi telja. Það sorglegasta við þetta allt er, að það er Æskulýðsfylkingin ein sem heldur uppi baráttu fyrir þessum málum, því hin pólitisku æskulýðsfélögin hafa ýmist ekki feng- izt til þess að taka undir þessar kröfur eða þá með hangandi hendi. Æska þessa lands er sem óðast að gera sér þetta ljóst og um leið að efling Æskulýðsfylkingarinnar er eina tryggingin fyrir því að þau mál nái fram að ganga, sem svo mjög varða framtíð hennar og heill íslenzku þjóðar- innar. Æskulýðsiylkingin — í Reykjavík. Það er ekki til nein betri trygging fyrir sigri sósíal- ismans á íslandi en sú, að æskan fylki sér undir merki haris.. Hinn öri vöxtur Æskulýðs- fylkingarinnar, á undanförnum ár- um, ber þess ljós- an vottinn að þar stefnir í rétta átt. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík átti í fyrstu örðugt uppdráttar, eins og öll önnur samt«)k fólksins, sem í þessu landi „lýðræðis og frelsis" liafa æfinlega átt þegar þau hafa ekki liaft fjár- magn til þess að styðjast við, en þessi félags- skapur hefur ávallt frá því hann var stofnaður liaft forustuna fyrir hinum ýmsu hagsmuna- og menningarmálum æskunnar í þessurn bæ, það er J)að sem hefur gert hann að Jreim fjiildafélags- skap sem liann er nú orðinn. Höfuðverkefni Æskulýðsfylkingarinnar hefur verið og er marxistisk fræðsla og félagsleg skól- un meðlimanna. í þeim tilgangi hefur hún liald- Framh. á bls. 9. Gísli Halldórsson. forseti Æ. F. LANDNEMINN 7

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.