Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 4
og nú er komiö málum. í fljótu bragði getur slík stað-
hæfing hljómað sem öfugmæli, þegar litið er á hina
hagstæðu afkomu síðari ára. En þess ber vel að gæta
að þær hagsbætur hafa ekki skapazt fyrir markvissan
atbeina Jjjóðfélagsins heldur utanaðkomandi íhlutun.
Sé hinsvegar litið á þá andlegu og siðferðilegu stoð,
sem Jijóðfélagið býður æskunni í því sjálfsagða hlut-
verki hennar að grundvalla hærri menningu og feg-
urri framtíð á liinum ytri hagsbótum, þá mun öfug-
mælið brátt snúast upp í réttmæli.
Við íslendingar erum nú stríðsgróðaþjóð. Efnahags-
leg velmegun okkar er ekki ávinningur sjálfsdáða,
Iieldur óvænt afleiðing blóðugra heimsátaka. Allt Jjjóð-
líf okkar ber skýr merki þessarar staðreyndar. Og sú
andlega hætta sem af henni stafar kemur vitanlega
sárast niður á unga fólkinu, börnunum okkar. Það er
eins og almenningur jafnt sem ríkisvaldið bregði alls-
staðar fæti fyrir eðlilega þróun æskulýðsins. Og ekki
bætir hin glórulausa ringulreið umheimsins úr skák.
Ekki er ráð að uppeldi nema í tíma sé tekið. Undan-
farin ár hefur það verið daglegur viðburður að sjá
fimm ára borgara standa bísperrla í verzlunum, með
tíu og allt upp í hundrað króna seðla og kaupa sæl-
gæti fyrir. Þessi óhugnanlegi siður, sem vitanlega á
upptök sín hjá nýríkum oflátungum, er nú orðinn
svo útbreiddur að þeir sem kjósa börnum sínum aðra
leið sjá engin ráð — hvert meðalskynugt barn spyr
vitanlega: Jjví má ég ekki kaupa eins og hin? Og sú
hætta liggur beint við að heilbrigð jafnréttisþrá barns-
ins knýi það til gripdeilda eða annarra örþrifaráða.
Það er þá ekki í fyrsta sinn, sem réttlætistilfinningin
breytir mannsbarni í þjóf. í þessum anda er svo „biss-
ness“ barnanna aukinn ár frá ári, þar til hann nær
hámarki í fermingarveizlunum og sameinast Jrar með
kristindómnum á mjög svo táknrænan hátt.
En þegar líkami barnanna okkar er orðinn saddur
af lakkrís og spýtubrjóstsykri heimtar sálin sitt —
og við gefum þeim aura til þess að fara á bíó. Þar
með eru þau komin í J)ann háskóla stórgróðavaldsins,
sem reynast mun drýgri til áhrifa en allir okkar ríkis-
skólar til samans. Ég þarf ekki að lýsa því andlega
fóðri, sem þar er stundum á boðstólum. Fyrir kemur
að maður horfir á kvikmyndir, sem virðast skírskota
hreint og beint af vísindalegri nákvæmni til alls þess
lítilmótlegasta og afkáralegasta í manneðlinu, Jiannig
að maður verður miður sín og gengur út. En á fremstu
bekkjum sitja stór og falleg börn, og una sér bið bezta.
Þannig móta ábyrgðarlaus gróðafyrirtæki unga
fólkið okkar með sínu lagi án þess nokkur rönd sé við
reist. Inntak þessara lifandi reyfara stendur ekki í
neinum tengslum við íslenzka né heldur aljjjóðlega
Ég hylli hreystina og þorið.
Ég hylli œskuna og vorið.
Ég hylli allt það sem vex og vakir
og vinnur óskift að mdlum.
Ég hylli glaður hinn öra eld
í ungum, leitandi sálum.
Ég hylli hjörtun sem brenna.
Ég hylli tárin sem renna.
Ég hylli vangann, sem heitur roðnar,
er hádegissólin logar.
Ég hylli svitann, sem hratt og títt
af hvelfdu enninu bogar.
Ég hylli hrynjandi lokka.
Ég hylli seiðandi þokka.
Ég hylli varir, sem bljúgar bœrast
i bœn til lífsins um náð,
— bœn, sem er flutt af fögnuði hjartans,
til framkvœmda nýrri dáð.
Mér hœgist um hjartasláttinn,
mér hœgist um andardráttinn,
er œskan rís eins og öldufaldur
og œðir fram — til að vinna,
— áköf og fœr í flestan sjó, —
að fyllingu drauma sinna.
' -____ ■- r ^ ^ , r i , ,i , , , i , i , i . , , i___
menningu — áður en við vitum af er búið að gera
börnin okkar að sálufélögum amerískra gangstera og
annarra botndreggja kapítalismans. Tæki sem verið
gæti þrotlaus uppspretta þekkingar og fegurðar verð-
ur plógur andlegrar niðurlægingar sem þarf sterkar
hlífar til að standast.
Sem staðfasta bíógesli, fullnuma í sælgætisáti, send-
um við svo börnin okkar inn í skólana — og hvað
tekur J)á við? Hverskonar andrúm bíður æskunnar <l
sjálfum menntabólum ríkisins?
4 LANDNEMINN