Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 8
A fyrstu valdaárum borgarastéttarinuar fri)nsku var til í París svokallað musteri skynseminnar; mannleg skynsemi var þar tilbeðin sem guð, öllum sanntrúuðum kaþó- likkum til mikillar skelfingar einsog nærri má geta. Borgararnir voru útmálaðir sem vopn í hendi myrkraaflanna gegn guði og góðum siðum, eitrandi allt þjóðlífið. Hálfri annarri öld síðar situr maður að nafni ívar Guðmundsson á skrifstofu í Austurstræti, Reykjavík, og ritar af kappi í aðalmálgagn íslenzku borgarastétt- arinnar. Dag eftir dag framleiðir nefndur Ivar, alias Víkverji, smáletursgreinar þar- sem íslenzkir barnakennarar eru sakaðir um að snúa börnum landsins frá guði og góðuin siðum, eitrandi þarmeð vort gró- andi þjóðlíf. ★ — Allt er í heiminum hveríult, kvað Jónas. Það má nú segja. Fyrir hundrað og fimmtiu árum var borgarastéttin fram- sækið, sigrandi afl, en dýrðin stóð ekki lengi, uppá síðkastið hefur þessi' stétt ekki hift annað að bjóða heiminum uppá en kreppur og styrjaldir. Hún er orðin log- andi hrædd um tilveru sína — og ekki uð ástæðulausu. Víkverji er orðinn nöldr- ur.arsamur og leiðinlegur einsog gigtveik piparkerling. Hvernig á annað að vera? Gömlu indælu sögurnar hans séra Frið- riks HaDgrímssonar, um aDa þá Óla blaða- sala sem urðu á endanuin stórkapítalistar eða Bandaríkjaforsetar, eru gersamlega hættar að heyrast. Einusinni var þetta óbrigðul formúla fyrir togaraeiganda: gekk berfættur í tuttugu ár og svalt eða át skrínukost til þrítugsaldurs. I dag halda menn um magann af hlátri yfir svona vísdómi. Eftirað hætt var að traktera börnin á tröllasögum um árangra iðjusemi og sparn- aðar og nýtt stríð var skoDið á tóku amerískar kvikmyndir við upplýsingastarf- inu með þeim árangri, að til skamms tima bfifa göturnar í Reykjavik verið i hernað- arástandi og friðsamir vegfarendur hvergi óiiultir fyrir smástrákum með risavaxna hiitta og tvær hundabyssur hver, hótandi hverjum manni bráðum bana á bjagaðri amerisku. I.oks kom þar, að þjóðin varð doDara- laus og cowlioylietjur Hollywood hurfu af tjaldinu i Reykjavík samtimis því sem Hússar og kommúnistar færðust í aukana og urðu ein samfeDd martröð ljóslausra flugvéla, náttúrufræðinga sein allir fuglar flýðu nema ein kria,etc. — Smátt og smátt hættu hinir herskáu meðlimir yngstu kyn- slóðarinnar að gera vegfarendum tilboð um tafarlausan dauðdaga; í stað þess heyr- ist orðið koinmúnisti hrópað nokkru oftar en áður. Þau litlu vilja líka vera með, það leynir sér ekki. ★ Samt er fvar ekki í góðu skapi. — Fólkið heimtar meiri amerískar myndir, lirópar þetta undarlega fyrirbæri islenzkr- ai blaðamennsku. Framtil þessa hefur þó ekki annað „fólk“ en Víkverji einn haft á lofti kröfur um fleiri Hollywoodmyndir. hollegi lians hjá Visi hefur verið heppnari að undanförnu og fengið fjölda bréfa frá fólki, sem hefur alltaðþví óeðlilegan áhuga á að komast örugglega í gröfina, en hann vill láta fólk greiða útför sína í æsku. Þersónulega er mér hlutlaust um þennan jarðarfarabransa, hef meiri áhuga á lífinu. ★ Já, það er langt um liðið siðan borgara- sléttin hætti að sýna skynseminni nokkra virðingu, og enda þótt tækni og vísindum fleygi fram, gengur allskonar kuklaralýðiir um einsog grár köttur. Þú þarft kannski að biða eftir strætisvagni, en verður um 1« ið að gera svo vel að lofa manninum á kassanum að segja þér til helvítis. Verk- smiðjueigandi einn og gamall glímukajipi sem ekki hefur étið kjöt áratugum saman, trúir því statt og stöðugt að liann sé nokk- urskonar generalagent fyrir Skarphéðin Njálsson og Jónas Hallgrimsson; jafnvel þótt þegar hafi hlotizt reginhneyksli af til- tektum þessa manns er ekkert að gert, hjátrúin skal leika lausum hala. Ekki hef- ur heldur, mér vitanlega, nein rannsókn vcrið gerð á andlegu ásigkomulagi manns- ins sem tekur ekki mark á neinum nema mörgþúsund ára gömlu grafhýsi suðri Afríku, nokkuð er það, að maður þessi rekur mikla útgáfustarfsemi til framdrátt- ar þeirri kenningu að í hinu afrikanska grafhýsi megi Iesa fyrir óorðna hluti; ég veit ekki hvað er hjátrú ef ekki annað einsog þetta. ★ Skortur á cowboymyndum og guðleysi kennarastéttarinnar eru mál sem krefjast bráðrar úrlausnar, ekki satt, Víkvcrji? — Sigurjón Ali, pýramída-Jónas og aðrir slík- ii skulu hinsvegar friðhelgir, enda taldir til fegurstu skrautjurta í lystigarði borg- aralegii. • menningar í voru landi. ★ 1 þ mi tíma er íslendirigar drápust niðúr einsog flugur í vorkuldum úr hungri og pestum, og jafnvel sálmar og trúaljóð urðu að garnagauli kolvetnislausra manns- búka, óðu hér uppi draugar, djöflar og hvers kyns forynjur; svo fjölmennt var þetta lið að slíks eru varla dæmi annars- -taðar í veröldinni. Þjóðtrúin okkar gerir t. d. ráð fyrir þrettán jólasveinum og þeir eru víðsfjarri því að vera á nókkurn hátt velviljaðir, lieldur eru þetta hálftröll, full af ótuktarskap og hrekkjum. — Bret- ar og Frakkar hafa afturámóti látið sér nægja einn jólasvein — gamlan, síðskeggj- aðan og vinalegan karl, einskonar Iangafa sem læðist að rúmunum krakkanna a jólanóttina tilað færa þeim jólagjafir. ★ Þessi evrópski Santa Claus, hérumbil eins óskyldur íslenzkri þjóðtrú og mögu- lfcgt er, má nú heita innfluttur, kominn í stað trijllanna þrettán og orðinn fastur liður í jólabisnessinum. Þvi verður held- ur ekki inótmælt, að þetta er ólíkt vin- gjarnlegri persónuleiki, enda eru krakkar út’ heimi farnir að senda blessuðum karl- inum bréf og biðja hann að útvega sér hitt og þetta. — Ég veit ekki hvar þeim hefur tekizt að grafa upp utanáskriftina hans — nema hvað flest bréfin hafa lent hjá blaðamanni Morgunblaðsins Ivari Guðmundssyni. Siggi Jóns. B LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.