Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 16

Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 16
Sendið ráðningamar til LANDNEMANS, Þórsgötu 1, Reykjavík, og merkið um- slagið G E T T U N 0. í FYRSTU VONAÐIST ÉG til þess, að þessi siða Land- nemans yrði vinsæl og vel þegin af mörgtim lesendum hlaðsins. Nú hefur þessi von mín rætzt eftir bréfunum ykkar að dæma. Þeir tugir bréfa, sem mér og siðunni minni berast múnaðarlega, eru óræk sönnun þess, að efnið sem síðan flytur veitir allfjöl- mennum hóp lesenda ánægjulega dægrastyttingu. Það er vita- skuld tilgangur hennar og nú er að halda áfram á sömu braut. — Sérstaklega vil ég þakka þér bréfið þitt, Ólöf litla Magnúsdóttir, Rvík, og vissulega mun ég færa mér í nyt þraut- irnar, sem þú sendir mér. Kærar þakkir fyrir bréfið þitt, Ólafia Dagnýsdóttir, Vopnafirði. Það, sem þú biður um í bréfi þínu, verður þér sent innan skamms. ÞESSIR TVEIR menn. sem myndirnai eru af eru Björn Sigurðs son (til vinstri) og Jón Kristj ánsson (til hægri). Báðir hafa þeir tekið þátt í öllum verðlaunaþraut- um Landnemans til þessa og alltaj sent réttar lausnir. Þeir eru báðir jafngamlir, 23 ára og eru verkamenn. VERÐLAUNAGETRAUN 7. TBL. Af 22 þátttakendum sendu aðeins 15 rétta lausn og eru nöfn þeirra þessi. Hrafnhildur Tómasdóttir, Rvík, Björn Sigurðsson, Rvík, Einar Guðmunds- son, Akureyri, Torfi Jónsson, Rvík, Helgi Einarsson, Akureyri, Haraldur Steinþórsson, Isafirði, Albert Jónsson, Rvík, Jón Kristjánsson, Rvík, Kristján Hákonarson, Rvik, Haukur Valde marsson, Rvík, Guðmundur Árnason, ísafirði, Bjarni Jónsson, Rvík, Hildur Jónsdóttir, Rvík, Sigmundur Hannesson, Rvík, Guðrún Eggertsdóttir, Rvík. — Rétt lausn á þrautinni er sú, að tjaldið var i 5 km fjarla:gð frá suðurpólnum. Margir les- endur létu þá skoðun í Ijós, að þessi þraut hafi verið alltof létt og skal það bætt upp með þyngri þrautum í þessu tölu- blaði og jólablaðinu. — Dregið hefur verið milli þeirra, sem réttar lausnir sendu og verðlaunin að þessu sinni hlaut Jón V erðlaunagetraun 5,5,5,5,5 Nú er þrautin sú, að tákna á með þessum fimm 5-tölum (5, 5, 5, 5, 5) sérhverja tölu í byrjun talnakerfisins frá 0 og upp í 12 að báðum meðtölum og einnig tölurnar 31, 32, 33, 35, 36 og 37. Nota má til þess allar stœrð- frœðireglur og stœrðfrœðitákn, kommur og yfirleitt öll ráð, sem lesandanum sýnist, — en allt verður þó að standast stcerðfrceðilega. Nota verur allar 5-tölurnar í hvert sinn. Lausnir skulu hafa borizt fyrir 10. jan. Kristjánsson, Camp Knox 11 12, Rvík, og getur hann vitjað verðlaunanna í skrifstofu Landnemans, Þórsgötu 1. — Verð- launagetraun þessa tölublaðs er svolítið snúin og skulu Iausnir liafa borizt blaðinu fyrir 10. janúar. GAGNFRÆÐINGAÞRAUT- IN. Þrír lesendur Sendu rétta lausn á gagnfræðingaþrautinni í síðasta blaði: ÁSJÁ. Nokkrir voru með önnur orð, sem lika gátu staðizt. Nú fá gagnfræð- ingarnir að búa til málsgrein um Keflavíkursamninginn, sem lítur þannig út: Fyrri hluti aðalsetningar + 2 samhliða skil- yrðissetningar + seinni hluti aðalsetningar + fyrri hluti skýr- ingarsetningar + tilvísunarsetning + seinni hluti skýringarsetn- ingarinnar + tíðarsetning. SKÁKÞRAUTIN. 11 lesendur sendu rétta lausn á skákþraut- inni: hvítur lék drottningunni af b7 á h5, en eftir þann leik er svartur óverjandi mát, hvað svo sem hann gerir. — í skák- þraut þessa tölublaðs á hvítur að máta í öðrum leik. 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.