Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 26

Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 26
mynd brjósta hennar. Ég festi aí'tur augun á spegil- fletinum og aftur sá ég hinn nýja hvolflaga unaðs- leik, þar sem brjóst hennar hófust. „Fljótt, Frank!“ hró]>aði Rake), sem liélt í mig dauðahaldi, „Vatn, -—- f]jótt!“ Ég kallaði aftur á byrlarann án þess að líta við, því að ég þorði ekki að líta af þeirri nýju fegurð. sem ég sá í speglinum. Ég hafði aldrei áður séð slíku fegurð í konu. Það var einhver dularfull endurspeglum ljóss og skugga, er hafði dregið fram hinn sanna yndisþokka Rakelar. Spegillinn hafði dregið fram í einni svipan, eins og þegar rosaljósi bregður fyrir í dimmu herbergi, hina hvelfdu fegurð, sem ég hafði ekki upnsötvað allan þann tíma, er ég hafði þekkt hana. Það var varla hægt að trúa bví, að kona. að Rakel næti verið búin slíkri nýrri og kannski einstæðri fegurð. Mér lá við svima, er ég hugsaði um bað. Hnn kreisti en handlegg minn og braut hugcanir mínar, eins og menn lirinta snegil. Bvrlarinn hafði hellt vatni í glas o<r rétti henni bað. en hún tevgði sig eftir því og þreif það úr liöndum hans. Hann varð undrandi ekki síður en ég. Rakel hafði aldrei hegðað sér bannig fyrf. Framkoma bennar hafði alltaf verið lýtalaus. Hún tók um glasið eins og hún ætlaði að kremja það milli handa sér og drakk úr bví í einum teyg. Þvínæst ýtti hnn pdasinu aftur til bvrlarans. hélt ann- arri hendirnir að hálsi sér og hrópaði á meira vatn. Aöur en hann hefði tíma til að fvlla glasið aftur, rak hún upp annað óp. Fólk, sem átti leið framhjá barn- um, kom hlaupandi inn til að vita hvað væri á seiði. Aðrir, sem inni voru, hlujru til okkar og störðu á Rakel. „Hvað er að, Rakel,“ sagði ég, tók um úlnliði lienn- ar og hristi liana. „Rakel, hvað er að þér?“ Rakel leit á mig. Augun ranghvolfdust í höfði hennar og varirnar voru þrútnar og dökkar. Það var hra‘Öilegt að sjá andlit hennar. Bruggari kom hlaupandi til okkar. Hann leit snöggt á Rakel og hljóp síöan innar eftir stofunni. Hún hafði nú fallið fram á marmaraborðið og ég greip liana og hélt henni uppi svo að hún félli ekki á gólfiö. Bruggarinn kom hlaupandi til okkar aftur með glas af einhverjum mjólkurhvítuni vökva. Hann bar glasið U])]) að vörum Rakelar og neyddi vökvann ofan í hana. „Eg er hræddur um að það sé of seint,“ sagði hann. „Ef við hefðum vitað það tíu mínútum fyrr, hefðum við getað bjargað henni.“ „Of seint?“ s|)urði ég. „Of seint til hvers? Hvað er-að henni?“ „Hún hefur tekið inn eitur. Ég held það sé rotlu- eitur. Það er líklegast, þótt það geti verið einhver önnur tegund." Ég gat ekki trúað neinu af því, sem hann sagði, og ég gat ekki heldur trúað því, að það, sem ég sá, væri raunveruleiki. Móteitrið hafði engin áhrif á Rakel. Hún lá hreyf- ingarlaus í fangi mér og andlit hennar varð afmynd- aðra og dekkra með hverri sekúndu sem Ieið. „Hingað, fljótt,“ sagði bruggarinn og hristi mig. Við lyftum henni upp saman og bárum hana innar eftir stofunni. Bruggarinn náði í magadælu og kom slögunni fyrir í hálsi hennar, en rétt í þann mund, er hann nætlaði að fara aÖ dæla, kom læknir hlau])- andi til okkar og athugaði Rakel í skyndi. Hann reis á fætur að skammri stund liðinni og ýtti mér og hinum manninum til hliðar. „Það er um seinan,“ sagði han. „Fyrir hálftíma hetðum við getað biareað henni. en nú er hiartað hætt að slá og andardrátturinn stöðvar. Hún hlýtur að hafa tfkið inn heila dós af eitri — rottueitri, að ég hvp'g. Það hefur þegar náð hjarta hennar og komizt i blóðið.“ Bruggarinn kom slöngunni fyrir aftur og bvriaði að dæla. Læknirinn stóð hiá okkur á meðan, gaf leið- beiningar og hristi höfuðið. Við gerðum allskonar lífgunartilraunir á henni, og allan tímann stóð lækn- irinn á bak við okkur og sagði. „Nei, nei. Það er ekki til n»ins. Hún er dáin. Hún lifnar aldrei við aftur. Hún hefur nóg rottueitur í sér til að drepa tíu menn.“ Nokkru síðar kom sjúkrabíllinn og ók burl með hana. Ég vissi ekki hvert farið var með hana og ég reyndi ekki að komast að því. Ég sat inni í brúnþilj- aðri stofunni umkringdur af flöskum með hvítum mið- um á og horfði á bruggarann, sem svo ákaft hafði leitazt við að bjarga henni. Þegar ég loks reis upp til að fara, var enginn eftir í stofunni nema byrlari, sem leit kæruleysislega til mín. Á götunni var enginn á ferli nema nokkrir leigubílstjórar, sem aldrei litu í áttina til mín. Ég gekk af stað í leiðslu heim á leið eftir auðum götunum. Vegurinn var einmanalegur og tár blind- uðu augu mín og ég sá ekki göturnar, sem ég fór um. Ég sá ekki Ijós og skugga strætanna, en ég sá í sárs- aukafullum skýrleik myndina af Rakel í stórum spegli lútandi yfir sorj)lunnunna okkar meðan speglun hinn- ar einstöku fegurðar hvelfdra brjósta hennar fór eldi um hug minn og hjarta. Jón Óskar íslcnzka'öi■ 26 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.