Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 24
vegar var ekki hægt að treina sér ísinn nema í mesta
lagi hálftíma. Þessvegna fórum við öll kvöld að frá-
dregnum tveim eða þrem á viku i kvikmyndahúsið
handan götunnar.
Sjálfan langaði mig alltaf til að fara í kvikmynda-
húsið, því að við sátum þétt saman í rökkrinu og
ég héit í hönd hennar. Og ef húsið var ekki fullskipið
fundum við alltaf tvö sæti í einu horninu, og þar
kyssti ég hana, þegar við vorum viss um að enginn
gæfi okkur auga.
Þegar sýningunni var lokið, fórum við út á upp-
ljómaða götuna og gengum hægt að rauð- og græn-
málaða valnspóstinum. Þar stóðum við dálitla stund
hjá húsasundinu. Ef engir aðrir voru á ferli á göt-
unni, hélt ég utanum Rakel meðan við gengum að
dimmum innganginum. Hvorugt okkar sagði neitt, þeg-
ar svona stóð á, en ég hélt henni þéttar að mér, og
hún kreisti fingur mína. Þegar við að lokum, eftir
að hafa dregið skilnaðinn sem mest á langinn, geng-
um saman nokkur skref inn í myrkur húsasundsins
og féllumst þar í faðma, kyssti Rakel mig í fyrsta
skiptið á kvöldinu og ég kyssti hana eins lengi og
ég hefði viljað gera í kvikmyndahúsinu. Við vorum
ennþá hljóð, er við færðum okkur hvort frá öðru,
og fingur okkar voru samanfléttaðir og heitir.
Þegar hún var um það bil að hverfa inn í mvrkrið
i sundinu, hljóp ég til hennar og grei]> um hendur
hennar.
„Ég elska þig, Rakel,“ sagði ég og kreisti fingur
hennar fastar og fastar eftir því sem hún dró þá
til sín.
„Og ég elska þig líka, Frank,“ sagði hún um leið og
hún snerist á hæl og hljóp upp sundið og var úr
augsýn.
Er ég hafði dokað við og hlustað þangað til ég
heyrði ekki lengur fótatak hennar, sneri ég mér við
og lötraði upp götuna heim á leið. Þegar ég var kom-
inn upp í herbergið mitt, gekk ég að glugganum og
stóð þar og horfði út í nóttina og hlustaði eftir rödd
hennar. Glugginn minn vissi út að efra enda húsa-
sundsins, og götuljósin vörpuðu daufu skini á hús-
þökin, en ég gat aldrei séð niður í myrkur húsa-
sundsins. Er ég hafði staðið við gluggann í klukku-
tíma eða lengur, afklæddi ég mig og lagðist útaf. Ofl
hélt ég mig heyra rödd hennar einhversstaðar úti í
myrkrinu, en þegar ég hafði rokið á fætur og hlustað
af athygli við gluggann langa stund, vissi ég, að það
var eitthvert annað hljóð, sem ég hafði heyrt.
Að áliðnu sumri gaf frænka mín mér fimm dollara
gullpening í afmæljsgjöf. Ég hafði ekki fyrr séð hann
en ég byrjaði að gera áætlanir fyrir okktir Rakel. Mig
langaði til að koma, henni á óvart með peningnum
um kvöldið, og fara svo með hana niður í bæ í strætis-
vagni. Við mundum fyrst fara á veitingahús og síðan
í leikhús. Við liöfðum aldrei áður farið saman niður
í bæ og þetla var í fyrsta skiptið, sem ég hafði haft
undir höndum meira en fimmtíu sent. Um kvöldið,
|>egar ég hafði lokið við að bera út blöðin, hljóp ég
heim og fór aftur að velta fyrir mér áætlununum.
sem ég hafði gert fyrir kvöldið.
Rétt áður en myrkrið datt á fór ég ofan frá lier-
bergi mínu til þess að bíða á tröppunum í hérumbil
klukkustund eftir því, að sá tími kæmi, er ég gæti
hitt Rakel. Ég sat á tröppunum og mundi ekki einu
sinni eftir að segja móður minni, að ég ætlaði niður
í bæ. Hún hafði aldrei leyft mér að fara svo langt
að heiman, nema ég segði henni áður hvert ég ætlaði,
með hverjum, og hvenær ég mundi koma heim aftur.
Ég var búinn að sitja á tröppunum í nærri klukku-
tíma, þegar eldri systir mín kom út í dyrnar og kall-
aði á mig.
„Við þurfum að láta þig gera svolítið, Frank,“
sagði Nancy. „Mamma vill finna þig inn í eldhús
áður en þú ferð út. Gleymdu þessu nú ekki.“
Ég sagðist mundu koma undireins. Ég var þá að
hugsa um hve Rakel mundi verða undrandi, og ég
gleymdi verkinu, sem beið mín í eldhúsinu. Þannig sat
ég up]>undir hálftíma, og það var kominn tími lil
fyrir mig að hitta Rakel hjá vatnspóstinum. Ég spratt
á fætur og þaut inn í eldhús til að ljúka verkinu eins
fljótt og ég gæti.
Þegar ég kom inn í eldhúsið, rétti Nancy mér litla
sívala dós og sagði mér að opna liana og strá duftinu
í sor]>tunnuna. Ég hafði heyrt móður mína tala um,
að rotturnar sæktu í matarúrganginn, og ég fór niður-
að bakliðinu án þess að hafa um það nein orð. Jafn-
skjótt og ég hafði stráð duftinu á úrganginn, liljóp ég
aftur inn í húsið, fann húfuna mína og tók á sprett
niður götuna. Ég var reiður systur minni fyrir að hafa
látið mig verða of seinan til fundar við Rakel, enda
|>ótt ég gæti sjálfum mér um kennt að hafa ekki lokið
verkinu fyrir. En ég var viss um að Rakel mundi
bíða eftir mér, þó að ég kæmi nokkrum mínútum of
seint að vatnspóstinum. Ég trúði J>ví ekki, að hún hefði
komið að vatnspóstinum og farið aftur um hæl.
Ég var kominn nokkra faðma í burtu, þegar ég
heyrði móður mína kalla á mig. Ég nam staðar í
sporinu og riðaði við.
„Ég a-tla í bíó,“ sagði ég við hana. „Ég kem fljótt
aftur.“
„Jæja, Frank,“ sagði hún. „Ég var hrædd um að þú
24 LANDNEMLNN