Landneminn - 01.12.1948, Blaðsíða 10
stefnu, sem ríkisstjórn auðvaldsins framfylgir nú í
landinu.
Ég er ekki í neinum vafa um það, að eins og ungir
sósíalistar liafa á undanförnum árum haft forystu i
hagsmuna- og menningarmálum æskulýðsins, eins muni
þeir í framtíðinni efla haráttu sína fyrir atvinnu,
menntun og fjárhagslegri afkomu þess æskulýðs, sem
á að erfa landið. —
Æskulýðsfylkingin var stofnuð á tímum, þegar heim-
urinn stóð á þrepskildi nýrrar heimsstyrjaldar. Þau
10 ár, sem síðan eru liðin, hafa verið eitt hið við-
hurðaríkasta tímabil í sögunni. Fyrir hinn uppvax-
andi æskulýð, sem vill fremur tengja örlög sín við og
taka þátt í sköpun hins nýja heims, en þann, sem er að
hverfa, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að
hinn merkasti og örlagaríkasti viðburður þessa tíma-
bils er hin geysilega efling sósíalismans í heiminum
og þau óbætanlegu áföll, sem auðvaldsskipulagið og
nýlendukerfi þess hefur beðið. Jafnvel við Islendingar,
sem búum við áróðurseinokun auðvaldsins, komumst
ekki hjá því að sjá í gegum mistur auðvaldslyganna
staðreyndirnar um vaxandi mátt og sigra sósíalismans.
I styrjöldinni sannaði sósíalisminn yfirburði sína
fyrir öllum heiminum. Upp úr styrjöldinni komu fram
ný sósíalistisk ríki og í öllum löndum auðvaldsins berst
verkalýðurinn nú aukinni baráttu fyrir hagsmynum
sínum, frelsi og sósíalisma. Afturhaldið nefnir þessa
frelsisbaráttu alþýðunnar hinum verstu nöfnum og
reynslan frá Grikklandi, Spáni og víðar sannar, að
því hræddara, sem auðvaldið verður lim sig, því dýrs-
legri grimmd beitir það alþýðuna. En „það vinnur
enginn sitt dauðastríð“. Yfirstandandi tímar sýna, að
jafnvel eitt mesta vígi auðvaldsheimsins, Kína, er að
falla og sósíalisminn að sigra, en sigur alþýðunnar í
Kína yrði án efa einn afdrifaríkasti ósigur fyrir auð-
valdið um allan heim.
Ungir sósíalistar á íslandi hafa ætíð haft ríka samúð
með hetjulegri baráttu alþýðunnar hvar sem er í heim-
inu. Hin sósíalistiska alþjóðahyggja er aðalsmerki
Æskulýðsfylkingarinnar eins og baráttan fyrir sjálf-
stæði Islands er grundvallaralriði í starfi hennar og
stefnu. —
Ég er sannfærður um, að Æskulýðsfylkingin mun í
framtíðinni eins og hingað til halda hátt á lofti merki
alþjóðahyggju sósíalismans, hræðralagshugsjón alþýð-
unnar í öllum löndum. —
Á 10 ára afmælinu þakka ég hinum mörgu félögum
í Æskulýðsfylkingunni fyrir samstarf liðinna ára, og
óska þess, að hún megi eflast sem mest og skjótast,
íslenzkum æskulýð til gagns og íslenzku Jijóðinni til
blessunar. Eggerl Þorbjarnarson.
JÓNATAN JÓNSSON:
Við Hulduhól.
Leikur vor á laufastrengi
ljóssins helgan brag.
Vekja liðnar lífsins myndir
löngu gleymdan dag.
Innst í smalans andaleynum
unir tignarmey.
— álfadrottning fannafjalla
fersk af sól og þey.
Þegar svartur sorgarflaumur
sœrðan þyngir barm,
leitar til þín sveinninn seki
sofnar við þinn arm.
Sýna blíðar blóma-dísir
bleikum vörum hót.
Höfði þreyttu á rósarefli
röðull brosir mót.
Undrahallir œvintýra
auka dulinn beyg.
Sveins úr reimdum rökkurlöndum
ramma bergir veig
tunga sú er töfrar þvinga.
Tregans bitra sigð
varpar þungum andlátssómum
yfir huldubyggð.
Seiddur ilmsins ástarbrosi
uni ég munarkœr
við þinn hörg í vallarskrúða
vatnahveli nœr,
vafinn hlýjum hlíðarörmum,
horfinn vetrarslóð,
gróinn ljósum liljum jarðar,
luktan sumarglóð.
Horfi ég á húmsins fáka
hamra þeysa um geim,
klökkar stjörnur kyndli lýsa
kvöldsins dökka sveim.
Upp úr hafsins hljóðu lautum
holgrœn bylgja rís.
Sólarvagn á Vesturbrautum
verndar gullin dís.
10 LANDNEMINN