Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 5
STEINN STEINARR:
Jón Sigurðsson, forseti, standmynd, sem steypt er í eir.
Og stjarna sem vökul á bládjúpum kvöldhimni skín.
í sölnuðu grasinu þýtur hinn hvíslandi þeyr.
Ó, þú sem einn sólbjartan morgun varst hamingja mín.
(), herra, sem sendir oss spámenn og spekingafans
og spanskgramu heimsins þvoðir af volaðri sál,
ég hef legið á gœgjum við Ijóra hins nýríka manns
og látið mig dreyma hið fánýta veraldarprjál.
Eitt þögult og dularfullt hús stendur andspænis oss,
og enginn veil lengur til hvers það var forðum reist,
en nafnlausir menn eins og nýkeypt afsláttarhross
standa náttlangt á verði svo það geti sjálfu sér treyst.
Og nótlin leggsl yfir hið sorgmœdda sjálfstæði vort.
Ur saltabrauðsleik þessa lieims er ég kominn til þín.
Eg veit að mitt fegursta Ijóð hefur annar ort
og aldrei framar mun dagurinn koma til mín.
Jón Sigurðsson, forseti, standmynd sem sleypt er í eir,
hér stöndum við saman í myrkrinu — báðir tveir.