Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 15

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 15
MENN MANAÐARINS Ármann, fyrsta íslenzka íþróttafélagið, minntist 60 ára afmælis sins með 11 daga hátíðahöld- um í byrjun fébrúar. Þessi miklu hátíðahöld höfðu í hvívetna á sér þann glæsi- brag, sem í si- vaxandi mæli hef- ur einkennt alla starfsemi Ár- nlanns undir stjórn hins ötula fprmanns, JENS QUÐBJÖRNSSONAR. Jens er fæddnr i Reykjavík þann 30. ágúst 1903. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðbjörn Guðbrandsson, bók- b^indsineisturi, og Jensína Jensdóttir. Jens fékk snemma áhuga á íþróttum. „Sem strákur var ég tekinn inn í Ár- mann, eins og gengur," segir liann. „En kiiattspyrnu æfði ég hjá Val.“ — Sem uþglingur hóf hann störf i Félagsbókband- inu, þar sem faðir hans var verkstjóri, sigldi seinna til Danmerkur að fullnuma sig í iðninni ,og tók við verkstjórastörfum í Félagsbókbandinu við lát föður sins árið 1927; — hefur haft þau með höndum siðan. Aðeins tuttugu og tveggja ára gainall var Jens fyrst kjörinn til trúnaðarstarfa fyrir Árinann; varð ritari félagsins 1925. Strax tveim árum síðar var hann kjörinn formaður og þeirri stöðu hefur hann gegnt óslitið siðan. Þegar Jens tók við formannsstöðunni einskorðaðist starfsemi Ármanns við fim- leikaiðkanir, glímti og æfingar í frjálsum iþróttum yfir sumarmánuðina. Síðan hef- ur starfseini félagsins aukizt hröðum skref- um og nú er svo komið, að Ármann lætur til sin taka á öllum sviðum íþrótta, og það svo að um munar, eins og alþjóð er kunnugt. Jens hefur verið þátttakandi í öllum utanferðum Ármenninga, oftast sem farar- stjóri. Helztar þessara ferða eru: Þýzka- landsför árið 1929, Danmerkurför 1932, Sviþjóðarför á Lingiaden 1939, Finnlands- för 1947; einnig var hann að sjálfsögðu viðstaddur Evrópumeistaramótið 1916, og Olympíuleikina s. 1. sumar. Laugardagurinn 12. febrúar 1949 verð- ur, er tímar liða, óefað talinn merkisdagur i sögu þeirrar baráttu, sem íslenzka þjóð- in nú heyr gegn valdamönnum sínum tll að hindra, að þeir innlimi Island, að henni fornspurðri, í hernaðarkerfi auð- valdsrikjanna. Þennan dag birtist for- ystugrein í einu af blöðum Sjálfstæðis- flokksins — vikublaðinu „Víði“ í Vest- mannaeyjuin — þar sem eindregin afstaða er tekin gegn þátttöku íslands i hernaðar- bandalagi Norðuratlantshafsríkja. Ritstjóri „Viðisí er EINAR SIGURÐS- SON, knupmaður, ;einn alkvæðamesti leið- togi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Þriðjudaginn 15. febrúar var lesin í ríkisútvarpið yfir-1 lýsing fulltrúa-! ráðs Sjálfstæðis- flokksins varðandi j fyrirhugað hern- aðarbandalag. I næsta tölu- blaði „Viðis“, 19. febrúar, birti Ein- ar Sigurðsson á forsíðu svohljóð- andi mótmæli gegn þeirri yfir- lýsingu: „Sem mótmæli gegn þeirri yfirlýstu stefnu Sjálfstæðisflokksins, að ísland gerist aðili að fyrirhuguðu hernaðarbanda- lagi, segi ég mig úr flokknum.“ Heiði, Vestmannaeyjum, 19. fcbrúar 1949. Einar SigurVsson. Til Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja.“ Jafnframt er á forsíðunni birt bréf til bæjarstjórnar, þar sem Einar óskar eftir að leggja niður störf sín sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i bæjarstjórn. Einar Sigurðsson er fæddur i Vest- mannaeyjum þann 7. febrúar 1906. Faðir hans, Sigurður Sigurfinnsson, var hrepp- stjóri þar. Árið 1924 tók Einar próf úr Verzlunarskólanum og hóf saina ár verzlun í Vestmannaeyjum. Síðan hefur hann lát- ið mjög mikið til sín taka i atvmuuliíi Vestmannaeyja, stofnað hvert fyrirtækið á eftir öðru, verzlunarfyrirtæki, útgerðar- fyrirtæki, hraðfrystistöð o. s. frv. Bæjar- fulltrúi var Einar frá því 1942 og þav ti! hann sagði af sér því embætti um miðjai: febrúar eins og fyrr segir. Ilann tók við ritstjórn „Viðis“ 1942. Atvinnuleikarar eru ný stétt á islandi. Leiklist okkar er ung að árum og hefur nær eingöngu verið stunduð af áhugafólki. oftast við mjög erfiðar aðstæður. Arang- urinn af starfi þessara brautryðjenda er nú að koma i ljós. Mikill fjöldi af ungu fólki leggur nú stund á leiknám, bæði hér heima og erlendis, og þeim fjölgar smátt og smátt sem helga sig óskipta leik- listinni. Starfsskilyrði þessa fólks eru þó lítt freistandi. Eitt sinn áttu Reykvíkingar tvö leikhús. Nú er Iðnó eina leikhús bæjarins - hálfrar aldar gamalt, reist þegar ibúatala Reykjavíkur var aðeins tiundi hluti af því sein nú er. Ástand þetta er vonandi einsdæmi með þjóð sem stærir sig af menningu sinni og andlegum afrekum. Þjóðleikhúsið er fyrsta stórátakið þessu til úrbótar; væntanlega er nú ekki langt að biða þess að það verði fullgert og leik- listin hætti að vera niðursetningur í sjálf- um höfuðstað Islands. Vonir leiklistarnemenda hér eru eink- um tengdar við þjóðleikhúsið, en þegar það tekur til starfa, fá leikarar okkar fyrst sómasamleg starfsskilyrði. EINAR PÁLSSON er einn hinna ungu og efnilegu leikara okkar, hann hefur und- anfarið hlotið mikið lof fyrir leik sinn í Volpone, en auk þess hefur hann alloft komið fram í útvarpinu. Einar er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1925, foreldrar hans dr. Páll ísólfsson og kona lians krist- ín heit. Norðmann. Árið 1939—1945 stund- aði Einar nám i Menntaskólanum i Reykjavík og lék i menntaskólaleikjunum þrjá siðari veturna, þ. á. m. i hinu vinsæla leikriti Kappar og vopn eftir Bernard Shaw. Næsta veturvar Einar í Háskól- anum, en haustið 1946 fór hann utan til náms í Royal Academy of Dramatic Art í London, lauk prófi þaðan í júli s. 1. og kom heim í nóvember. Ein- ar er nýkvæntur, kona hans er Birgitte Laxdal (Jóns tón- skálds LaxdaD. LANDNEMINN 15

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.