Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 14

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 14
KRISTJÁN FRÁ DjOPALÆK: SINFÓNÍA. Hann er undarlegi maðurinn að austan, segir fólk, og augum til hans skotrar: Maðurinn að austan, hann yrkir, segir fólk. Það hvíslast ó og bendir, ef ber hinn dapra að. Þau augu geta myrkvazt, sem aldrei spegla bros, '• og armur þeirra visnar, sem aldrei hafa gróðursett grein í lands síns mold. Og fœtur þeirra lýjast, sem fara grýttan stig um fjöll og einskis leita. Oft brennir sól á jökli, þó í byggðum hafi vermt. Hann er undarlegi maðurinn að austan, segir fólk, og árin framhjá líða. Svo hefnist þeim, sem hugsa og yrkja, segir fólk. Veit þá nokkur storminn, sem villiskóginn braut? Hver vakti honum yfir? Undarlegur maður, hann yrkir, segir fólk. Maðurinn, sem gleymdist, þegar gleðinni var dei'.t, sem gjöf til alls, er liíir. „Jæja þá. Ég skal f;efa þér tuttiifíiikall fyrir helminginn af henni.“ Mike horfði lortryggnislega á hann. „Til hvers viltu eiga hana?“ „Hérna! Réttu mér glasið! Drekktu á minn kostnað. Ég ætla að næla hana upp á vegg með litlu skilti fyrir neðau. l’iltarnir, sem koma inn, hafa gaman af að líta á hana.“ Mike sargaði drusluna í tvennt með vasahnífnum sínum og tók siðan við borguninni. „Ég þekki skrautritara,“ sagði litli maðurinn. „Kemur liing- að daglega. Hann skrifar fyrir mig snoturt skilti til að setja fyrir neðan hana.“ Ifann varð varfærnislegur á svip. „Held- urðu að fógetinn handtaki nokkurn?" „Auðvitað ekki. Til hvers ætti hann að koma af stað ill- deilum? Það var fjöldi af atkvæðum í þessum hóp í kvöld. Þegar allir eru farnir, kemur fógetinn og sker niggarann niður og hreinsar eitthvað til.“ Barmaðurinn leit til dyranna. „Ég hýst við, að mér hafi skjátlazt í því, að piltana langaði í sopa. Það er orðið áliðið." „Ég held ég fari heim. Ég er þreyttur.“ „Ef þú ferð suðureftir, ætla ég að loka og lahha með þér. Ég hý í Suðurgötu áttá.“ „Nú, það er rétt hjá mér. Ég hý í Suðurgötu sex. Þú hlýtur að fara framhjá mínu húsi. Skrýtið, að ég skuli aldrei hafa séð þig.“ Barmaðurinn þvoði glas Mikes og tók af sér síða svuntuna. Hann setti upp hattinn, fór í jakka, gekk til dyranna og slökkti hæði hjórauglýsinguna og ljósið í harnum. Andartak stóðu þeir á gangstéttinni og horfðu í átt til lystigarðsins. Borgin var þögul. Ekkert hljóð heyrðist úr garðinum. Lög- regluþjónn rölti um götuna og lieindi vasaljósinu inn í húðar- gluggana. „Þarna sérðu,“ sagði Mike. „Rétt eins og ekkert hafi gerzt.“ „Jæja, ef piltana hefur langað í hjórglas, þá hljóta þeir að hafa farið eitthvað annað.“ „Þetta sagði ég þér,“ sagði Mike. Þeir héldu suður á leið, hurt úr verzlunarhverfinu. „Ég heiti Welch,“ sagði barmaðurinn. „Ég er ekki húinn að vera hér í borginni nema tvö ár.“ Einmanakenndin hafði gripið Mike á ný. „Það er skrýt- ið —“ sagði hann, og hélt svo áfram: „Ég er fæddur í þessari horg, í sama húsinu, sem ég bý í núna. Ég á konu en enga krakka. Bæði fædd hér í borginni. Allir þekkja okkur.“ Þeir héldu áfram framhjá nokkrum húsasamstæðum. Verzl- unarhúsin voru hrátt að baki, og snotur hús með trjágörð- um og grasflötum tóku við heggja megin götunnar. Há trén vörpuðu skuggum á gangstéttina í birtunni frá götuljósunum. Tveir hundar röltu hægt framhjá, þefandi hvor af öðr- um. Welch sagði góðlátlega: „Eg liefði gaman af að vita hvers konar náungi hann hefur verið — niggarinn, á ég við.“ Mike svaraði út úr einveru sinni: „Blöðin sögðu öll, að hann væri djöfull. Ég las öll blöðin. Þau sögðu það öll.“ „Já, ég las þau líka. En það kemur manni til að hugsa um hann. Ég hef þekkt nokkra mjög saimilega niggara." Mike sneri höfðinu og talaði i mótmælatón. „Nú, ég hef þekkt skratti góða niggara sjálfur. Ég hef unnið við hliðina á niggurum, sem voru eins góðir og hvaða hvítir menn sem vera skal. — En ekki neinir djöflar.“ Ákafi hans þaggaði niður í Welch litla um stund. Svo sagði hann: „Þú getur ekki sagt um, hýst ég við, hvers konar náungi hann var?“ „Nei — hann stóð þarna hara stirðnaður, með samahitnar varir. augun klemmd aftur og hendurnar lafandi niður með siðunum. Og svo sló einn af piltunum hann. Ég er á því, að hann hafi verið dauður, þegar við fórum með hann út." Welch horfði til hliðar. „Fallegir garðar hérna meðfram. Hlýtur að kosta mikið að halda þeim við.“ Ifann færði sig nær, svo öxlin á honum snart handlegginn á Mike. „Eg hef aldrei verið við svona aftöku. Hvernig er manni eiginlega innanhrjósts — á eftir?“ Mike vék sér undan 9nertingunni. „O, engan veginn." Hann horfði niður fyrir sig og gekk liraðar. Litli barmaður- inn varð næstum að hlaupa við fót til að fylgja honum eftir. Götuljósiu urðu strjálli. Það varð dimmara og öruggara. Mike sagði: „Maður verður hálf sljór og þreyttur, en einnig ánægð- ur. Eins og inaður hafi unnið þarft verk, — en þreyttur og hálf syfjaður.“ Hnnn hægði á sér. „Sjáðu, þarna er Ijós í Framh. á 18. siðu. 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.