Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 12

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 12
Einmana Vökumaður * EFTIR IOHN STEINBECK. Hina miklu ólgu, klið og köll fólksins, lægði smámsaman í lystigarðinum. Hópur manna stóð ennþá undir álmviðnum, dauflega upplýstum af bláum götuljósum alllangt í burtu. Þreytuleg ró færðist yfir fólkið; einstöku meðlimir skrílsliðs- ins tóku að læðast á burt út í myrkrið. Grassvörðurinn í garð- inum var troðinn sundur af fótum mannfjöldans. Mike vissi, að því var lokið. Hann fann drunga færast yfir sig. Hann var jafn innilega þreyttur og hann hefði ekki sofið i margar nætur, en það var draumkennd þreyta, dofin, þægi- leg þreyta. Hann togaði húfuna niður í augu og lagði af stað; en áður en hann færi úr garðinum, sneri hann sér við til að líta í síðasta sinn yfir sjónarsviðið. í miðjum hópnum hafði einhver kveikt í samanvöðlu^u dagblaði og hélt því á lofti. Mike sá logana leika um fæ'.ur gráa, nakta líkamans, sem hékk í trénu. Ifonum kom undar- lega fyrir sjónir, að negrar skyldu verða blágráir dauðir. Brennandi ldaðið lýsti á upplyft andlit mannanna; þögul'n, staðfastra nianna: Þeir litu ekki augunum af hinum hengda. Mike gramdist lítilsháttar við þann, sem var að reyna að brcnna líkið. Hann vék sér að manni, sem stóð nærri hon 'n í myrkrinu. „Þetta gagnar ekki neitt,“ sagði hann. Maðurinn fór burt án þess að svara. Blaðkyndillinn dó út, og garðurinn varð enn dimmari en áður vegna viðbrigðanna. En brátt var kveikt i öðru saman- undnu ldaði og þvi lyft upp að fótunum. Mike vék sér að öðrum áhorfanda. „Þetta gagnar ekkert," endurtók hann. „Hann er dauður. Þeir geta ekkert gert honum.“ Áhorfandinn muldraði, án þess að líta augunum af brenn- andi blaðinu: „Þetta er vel gert,“ sagði hann. „Þetta sparar rikinu mikinn kostnað, og engir lagasnápar til að skipta sér af því.“ „Það sama segi ég,“ samsinnti Mike. „Engir lagasnápar. En það gagnar ekkert að reyna að brenna hann.“ Maðurinn hélt áfram að stara á logann. „Jæja, það sakar hann þó ekki heldur." Mike drakk í sig sýnina með augunum. Hann faun, að hann var sljór. Hann sá þetta ekki nógu skarplega. Hér gerðust atburðir, sem hann varð að festa sér í minni, svo hann gæti * Sagan heitir á frummálinu „The lonesome Vigilante“. — í vestur- og suðurríkjum Bandaríkjanna voru sérstök sam- tök manna, sem tóku lögin í sinar hendur og hengdu án dóms og laga þá, sem grunaðir voru um glæpi. Menn þessir kölluðust einu nafni — „Vökumenn". lýst þeim seinna, en sljóvgandi þreytan deyfði myndina. Heil- inn sagði honum, að þetta væri hræðilegur, mikilvægur at- burður, en augu hans og tilfinningar vildu ekki fallast á það. Þetta var einungis hversdagslegt. Hálftíma áður, þegar hann öskraði með skrílnum og barðist við að komast að reip- inu og leggja hönd að verkinu, þá var honum svo mikið niðri fyrir, að hann grét. En nú var allt líflaust, óraunveru- legt; dökkur skrillinn ekki annað en stirðnaðir draugar. I bjarmanum frá loganum voru andlitiu svipbrigðalaus eins og trélikneski. Mike fann þessa stirðnun, þennan óveruleika, einn- ig hið innra með sér. Að lokunt sneri hann sér við og gekk út úr garðinum. Jafnskjótt og hann yfirgaf hópinn, varð hann gripinn sár- um einstæðingsskap. Hann gekk hratt eftir götunni og ósk- aði, að einhver gengi við hlið sér. Breitt strætið var autt og yfirgefið, óraunverulegt eins og garðurinn hafði verið. Daufur sársauki fór að gera vart við sig í brjóstinu á honum. Hann þuklaði með fingrunum, það var sárt viðkomu. Þá mundi hann. Hann var í fremstu röð hópsins, sem braut upp fangelsisdyrnar. Fertug mannröð hafði þeytt honum á dyrn- ar eins og stangandi hrút. Hann hafði varla fundið það þá, og jafnvel nú minnti sársaukinn á dapurlega einstæðings- kennd. Tvær húsasamstæður framundan liékk ljósorðið Bjór yfir gangstéttinni. Mike flýtti sér þangað. Hann vonaði, að þar væri fólk og talandi til að bægja burt þögninni; og hann vonaði, að mennirnir hefðu ekki verið við aftökuna. Veitingamaðurinn var einn í litlum barnum, lítill, mið- aldra maður með þunglyndislegt yfirvararskegg og svip eins og gömul mús, spekingslegur, ógreiddur og óttagjarn. Hann kinkaði kolli, þegar Mike kom inn. „Þú lítur ut eins og þú hefðir gengið í svefni," sagði liann. Mike horfði á hann undrandi. „Þetta finnst mér einmitt sjálfum, eins og ég hafi gengið í svefni." „Jæja, ég get látið þig fá einn sterkan, ef þú vilt.“ Mike hikaði. „Nei — ég er eiginlega þyrstur. Ég ætla að fá bjór. Varstu þar?“ Litli maðurinn kinkaði músarkollinum aftur. „Rétt síðast, þegar hann var kominn upp og öllu var lokið. Ég bjóst við, að margir af piltunum mundu verða þyrstir, svo ég for hingað aftur og opnaði. Enginn hefur komið ennþá nema þú. Mér hefur ef til vill skjátlazt." „Þeir koma ef til vill seinna," sagði Mike. „Það er fjöldi i garðinum ennþá. Þeir eru orðnir órólegir. Sumir eru að 12 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.