Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 8
Hún hefur mannsvit svínið, sagði Aðal- lijörn Pétursson við mig einusinni, við stóðum inni Þjóðviljaprentsmiðju að híða eftir þessu sem þeir kalla hombu, en svín- ið með mannsvitið var setjaravél í fullum gangi að móta hombu næsta dags í blý. Þarna stóðum við og störðum á vélina einsog hún va;ri sjálfur Valdósa eða eitt- hvað enn verra þangaðtil greinin var full- sett og búið að þrykkja hana af svo við gátum litið yfir hana og farið heim í háttinn. Áreiðanlega veit enginn hvað mörg inannsvit liggja í tæki einsog setjaravél, en þar liggur mikið starf að baki. Fimm- hundruð ára þróun hefur gert prentlistina — prentiðnina, fyrir þá sem vilja það heldur — að því sem hún er í dag. Það kom á daginn sem djákninn vitlausi í sögu Victors Hugos spáði þegar hann var að bandleika skruddu frá Gutenberg gamla: bókin drepur bygginguna, það er kirkj- una. Fyrir þá sem vilja rekja hugleiðingar Hugos útaf þessum orðum vísa ég í Maríu- kirkjuna, bls. 171—182. ★ Kannski má segja að prentlistin liafi valdið byltingu. Vissulega gerði hún sitt tilað plokka skrautfjaðrirnar úr stéli katólskunnar. Djákninn í sögu Hugos verður þá fulltrúi hins víkjandi — kirkju- valdsins sem ásamt kreddum sínum hlýtur að þoka fyrir borgaralegum Hberalisma — en hann er nógu greindur tilað gera sér úrslitin Ijós og nógu hreinskilinn tilað viðurkenna þau. Varla hefði þó staðið á liðveizlu hans þegar Brúnó var brenndur hundrað árum seinna, en það athæfi var — segir Ágúst H. — einn stærsti naglinn í líkkistu páfavaldsins. ★ Á miðöldum voru Evrópumenn of upp- teknir af öðrum heimi tilað hugsa útí það hvort þessi væri til eða ekki. Sú stökkþróun sem verður næstu aldir í tækni og náttúruvísindum tók af allan vafa. Af- leiðingin var auðvitað efnishyggja. Þó gekk ekki saman um sálina, hvort hún lyti lögum sem önnur fyrirbæri, eða ekki. Hughyggjumenn fyrirfinnast einnig, t. d. Berkeley biskup. Hann varaði menn al- varlega við að ganga of langt í ályktunum. Þó ég sjái mann, er ekki þarmeð sagt að maðurinn sé til, hann er fvrst og fremst mín eigin ímyndun. Berkeley biskup skrif- aði fjölda bóka tilað koma því inní þessar ímyndanir sinar að þær væru ekki til — og stökk ekki bros. Bækur biskupsins eru meiren 200 ára gamlar, en kenningar hans voru fljótar að skjóta upp kollinum þegar óvæntar niðurstöður fóru að koma í ljós seint á öldinni sem leið. Nú stendur ekki lengur steinn yfir steini af því sem áður voru talin eilíf sannindi. Flótti brast í lið borg- aralegra vísindamanna og margir þeirra flýðu útí hughyggju og dulspeki. Svo gátt- aðir voru þeir á ný viðhorf, að það var einsog þeir hefðu vaknað alltíeinu á ann- ari plánetu. Jafnframt fengu hjátrú og fáránleg hindurvitni byr undir báða vængi. Norskur guðfræðingur fékk doktorsnafn- bót útá ritgerð um tráarsannindin í Ijósi afstœ'ðiskenningarinnar. Ekkjur nokkrar upplýstu fyrir rétti í Höfn 1933 að þær hefðu alllengi haft kynferðismök við menn sína látna í gegnum Zirsen miðil, sem annaðist millisambandið gegn staðgreiðslu. Andarnir báðu um peninga tilað kaupa hlutabréf fyrir handan og Zirsen átti að koma þeim til skila. Hann léði einnig góðfúslega lið sitt svo andarnir fengju notið góðs matar og dýrra skemmtana því þeir voru sólgnir í hvorttveggja. Zirsen játaði í réttinum að allt hefði verið svindl. Ekkjurnar tóku slíkt ekki gilt og sögðu að vondur andi talaði í honum. Svindl gat þeim ekki komið til hugar. ★ Hjátrúarfaraldur er eitt kölkunarmerki heimskapítalismans, menn flýja ekki á náðir hins eilífa útaf engu. Hinsvegar eru tækni- og vísindanýjungar ekki jafn vel séðar og áður í skipulagi auðvaldsins og ýmsum þeirra er haldið leyndum áratug- um saman; á stríðstímum sjá þær fyrst dagsins Ijós afþví þær auðvelda mjög manndráp. Forsvarsmenn auðvaldsins munu varla, að hætti franska djáknans, viðurkenna berum orðum að þjóðfélag þeirra sé úrelt og dauðvona; þá vantar ef til vill greind eða hreinskilni nema hvorttveggja sé. Ann- ars er ótti þeirra jafngild viðurkenning — og ekki er langt síðan Ólafur Thórs skrifaði einsog hann ætti vísan illan dauða og eilífa pínu. Korpórállinn Valtýr getur tæpast átt rólegar nætur. Honum veitir þó ekki af að bera sig vel; hans hlutverk er að sjá um að allt sé vitlaust sem er hægra megin við ákveðna línu á Evrópukortinu. Þegar Rússar skamma sin tónskáld er það ágætt því það er vitlaust. En þeir létust lesa vísindarit þar eystra meðan Eddington nefndi í sömu setningu guð og elektrónu. Bernal prófessor við háskólann í London segir að 3000 eintök af Kvantamekaník Diracs hafi selzt á nokkrum mánuðum í Rússlandi þarsem landar höfundarins Bretar keyptu 2000 eintök á þremur árum. Nú eru Rússarnir komnir útí bíólógíu og segjast með vissum tilfæringum geta framleitt ný afbrigði af plöntum og jafn- vel nýjar tegundir. Frekjan í þessum and- skotum er takmarkalaus: að ætla sér að' standa uppí hárinu á fínni vestrænni erfða- fræði, nei það skyldi þeim aldrei þolast. Morgunblaðið kom með grein, en ég veit ekki hvort Valtýr hefur trúað henni sjálf- ur, að minnsta kosti fékk hann í það skipti klárari mann til að gefa sér vottorð. Þegar þeir derra sig í austrinu er það Valtýs að verja vestrið, í þessu tilfelli þá kenningu að allt arfgengi ákvarðist af ör- smáum ögnum í sellukjarnanum sem ganga beint frá foreldrum til afkvæmis. Óneit- anlega minnir þetta nokkuð á eldri skoð- un, að í hverju konueggi væri svolítið mannkríli og ef það var stelpa voru auð- vitað egg i henni með örlitlum krökkum og þannig áfram, einusinni var angapínu- lítill Valtýr í kviði Evu. ★ Það er hreinasta hundaheppni að Ein- stein skuli vera fyrir vestan tjald; Mendelejev, Lóbatsjevskí og Pavlov gjalda þess eins að grafir þeirra tilheyra hinum austlægu breiddargráðum. Og það er forlátanagli í líkkistu. Siggijóns. Gjalddagi LA NDNEMANS er liðinn. — Gerið skil hið fyrsta. 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.