Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 13
reyna að brenna hann meS blöðum. Það gagnar ekkert.“
„Ekki vitund," sagði litli maðurinn. Hann sneri upp á gisið
skeggið.
Mike stráði nokkrum seljurótarsaltkornum út í ölið og saup
lengi á. „Þetta er hressandi,“ sagði hann. „Eg er hálf lerkaður.“
Barmaðurinn hallaði sér fast að honum fram yfir barinn;
augun voru glaðleg.
„Varstu með allan timann — í fangelsið og allt saman?“
Mike saup aftur á og horfði þvi næst niður í glasið og
virti fyrir sér bólurnar, sem stigu upp af saltkornunum á botn-
inum. „Allt saman," sagði hann. „Ég var með þeim fyrstu
inn í fangelsið og ég togaði með í reipið. Stundum verða
borgararnir að taka lögin í sínar eigin hendur. Lagasnápar
koma annars til sögunnar og bjarga þessum djöflum.“
Músarhausinn velti vöngum sitt á hvað. „Þú segir svei mér
satt,“ sagði hann. „Lögfræðingar geta bjargað þeim út úr
hverju sem er. Ég býst við, að niggarinn hafi verið sekur."
„Áreiðanlega! Einhver sagði, að hann hefði jafnvel með-
gengið."
Höfuðið teygðist aftur fram yfir barinn. „Hvernig byrjaði
það, kunningi? Ég kom ekki fyrr en allt var búið, og svo
dvaldi ég ekki nema andartak og flýtti mér hingað til að
opna, ef piltana skyldi langa í bjórglas."
Mike tæmdi glasið og ýtti því fram til að fá aftur í það.
„Nú, auðvitað vissu allir, að svona hlaut að fara. Ég var í
har andspænis fangelsinu. Búinn að vera þar frá hádegi.
Náungi kom inn og sagði: Eftir liverju erum við að bíða?
Svo við fórum yfir götuna, og þar biðu margir, og margir
komu í viðbót. Við stóðum þar allir og æptum. Svo kom
fógetinn út og hélt ræðu, en við hrópuðum hann niður. Ná-
ungi með riffil fór og skaut öll götuljósin. Jæja, svo réð-
umst við á fangelsisdyrnar og brutum þær upp. Fógetinn
hafðist auðvitað ekkert að. Það hefði ekki haft neitt gott
í för með sér fyrir hann að skjóta fjölda af heiðarlegum
mönnum til að bjarga niggaradjöfli.“
„Og kosningar framundan, þar að auki,“ skaut barmað-
urinn inn í.
„Jæja, fógetinn tók til að æpa: Takið rétta manninn,
drengir, í guðs bænum takið rétta manninn. Hann er í fjórða
klefa.“
„Það var hálf leiðinlegt," sagði Mike hægt. „Hinir fang-
arnir voru svo hræddir. Við sáum þá gegnum rimlana. Ég
hef aldrei séð önnur eins andlit."
Barmaðurinn hellti æstur viskíi í lítið glas og hvolfdi því
í sig. „Lái þeim ekki mikið. Ef þú værir settur inn í mánuð,
og aftökuskríll réðist inn. Þú mundir verða hræddur um að
þeir tækju skakkan mann.“
„Það segi ég líka. Það var hálf leiðinlegt. Jæja, við kom-
um að klefa niggarans. Hannn stóð eins og steingerfingur
með lokuð augu, engu líkara en hann væri dauðadrukkinn.
Einn af piltunum sló hann niður, og hann skreiddist á fætur
og þá sló einhver annar hann, svo hann skall með hausinn
á steingólfið." Mike hallaði sér fram á barinn og drap fingur-
gómunum á gljáandi borðið. „Auðvitað er það bara mitt álit,
en ég held, að það hafi drepið hann. Því ég hjálpaði til að
taka hann úr fötunum, og hann bærði aldrei á sér, og þegar
við festum hann upp, engdist hann ekkert. Nei, ég held
hann hafi verið dauður allan tímann eftir að hann fékk
seinna höggið.“
„Jæja, það kemur í sama stað niður.“
„Nei, alls ekki. Það á að fara rétt að. Hann átti það skilið,
Nýfundið listaverk eftir van Gogh.
Dr. Jacob de la Faille, þekktur hollenzkur rithöfundur,
sem er sérfræðingur í verkum van Goghs, lýsti þvi yfir fyrir
skemmstu, að komin væri fram i dagsljósið áður óþekkt
sjálfsmynd eftir þennan fræga málara, sem var einn af fremstu
meisturum myndlistarinnar á síðari hluta 19. aldar. „Og þetta
er ein af beztu myndum van Goghs," sagði de la Faille.
Myndin er birt hér að ofan. Neðsti hluti hennar er ófull-
gerður. Þar sést til vinstri teikning, sem talin er stæld eftir
japanskri koparstungu. Á baki strigans standa þessi orð:
„Mynd af van Gogh, látin í skiptum fyrir 5 japanskar teikn-
ingar, Arles, 8. desember 1888.“ — í sambandi við þetta
skírskotar de la Faille til bréfa þeirra, sem van Gogh skrifaði
bróður sinum Theo, en þar kemur einmitt fram mikill áhugi
hans fyrir japanskri list.
„Það gladdi mig stórlega," sagði de la Faille, „er ég
komst að raun um að mynd þessi var ósvikin. Mér eru
nefnilega sýndar svo skelfing margar falsaðar van Gogh-
myndir." — En ekki vill hann, að svo komnu máli, skýra
frá þvíj.hvar myndin fannst.
og hann hefði átt að finna fyrir þvi.“ Mike fór niður í
buxnavasa sína og dró upp bláa druslu. „Þetta er úr nær-
buxunum hans.“
Barmaðurinn laut fast að honum og skoðaði duluna. Hann
leit framan i Mike. „Ég skal gefa þér tíkall fyrir hana.“
„Ó, nei!“
LANDNEMINN 13