Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 16

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 16
Sendið ráðningamar til LANDNEMANS, Þórsgötu 1, Reykjavík, og merkið um- slagið G E T T U N 0. ENNÞÁ EINU SINNI gefst mér tækifæri til að þakka ykk- ur, lesendur góðir, vingjarnleg bréf ykkar. Hin fjölmörgu bréf, allar óskirnar, sendingarnar og leiðbeiningarnar, eru hin óræka sönnun þess, að LANDNEMINN ú sér mikla framtíð sem mál- gagn íslenzkrar æsku. Ég vil í þetta skipti þakka Jóni Kristj- ánssyni, en hann gaf LANDNEMANUM verðlaun þau er hann hlaut fyrir ráðningu sina á verðlaunagetraun 7. tbl. 2. árg. Einnig vil ég þakka Herði Bjarnasyni, Rvík, fyrir hans ágæta bréf og gáturnar, sem hann sendi mér. AF VANGÁ féllu niður í síðasta töluhlaði nöfn þeirra Ingibjargar Bergþórsdóttur, Fljótstungu, Hvítársíðu Mýr. og Jóns Kristjánssonar, Camp Knox, Rvik, en þau sendu bæði réttar lausnir á getraun 8. tbl. 2. árg., — og eru þau góðfúslega beðin afsökunar á þessum mistökum. VERÐLAUNAÞRAUT JÓLABLAÐSINS. Af 21 þátttakanda sendu 20 rétta lausn og eru nöfn þeirra þessi: Einar Viðar, Rvík, Elín Brynjólfsdóttir, Rvík, Gunnar Þorbergsson, Akureyri, Eggert Guðmundsson, Görðum, Ingólfur Árnason, Stykkis- hólmi, Torfi Jónsson, Rvík, Jón Kristjánsson, Rvík, Höskuldur Ólafsson, Rvík, Kristján Hákonarson, Rvík, Ragnh. Ólafsdóttir, Rvík, Björn Sigurðsson, Rvík, Albert Jónsson, Rvík, Jóhann Pétursson, Rvík, Bjarni Kristjánsson, Akureyri, Sigurður Björgvinsson, Rvík, Einar Helgason, Rvík, Þórður Egilsson, Akranesi, Haukur Valdemarsson, Rvík, Hörður Óskarsson, Siglufirði, Halldór Bachmann, Akranesi. — Sakir rúmleysis er eigi unnt að birta allar niðurstöðurnar í réttri lausn á jólaþrautinni, svo að nægja verður að skýra aðeins þær þyngstu. Bezt er að tákna 7 þannig: !»/,-,+5/5+5; 33 þannig: 5,5X5+5,5; 37 þannig: [(5+5)/5]5+5. — Dregið hefur verið milli þeirra, sem réttar lausnir sendu og verð- launin að þessu sinni hlaut Sigurfiur Björgvinsson, Miklubraut 70, Rvík, og getur hann vitjað verðlaunanna á skrifstofu LANDNEMANS, Þórsgötu 1. GAGNFRÆÐINGAÞRAUTIN. Sex lesendur sendu rétt svar við gagnfræðingaþraut siðasta blaðs og sögðu, að vísan væri eftir Jón Helgason prófessor. Þá er hér aftur visa og eigið þið að segja til um höfundinn: Víkur allt að einum punkt, eldist brátt hið nýja, hið gamla verður aftur ungt, allt er á fari skýja. V erðlaunagetraun: A BÍÐSTOFUNNI. Um daginn varð mér illt í maganum. Eg íór því til lœknis. Á biðstofunni voru fjórar kven- persónur, þegar ég kom. Eg settist og lét lítið yfir mér. Allt í einu snéri ein þeirra sér að mér og sagði þrosandi: „Við erum allar skyldar, kunningi. Ég er elzt og heiti Gunnvör. Þessi heitir Jóhanna, þessi Guðfinna og þessi Snjó- laug. Ég er eins skyld Jóhönnu og Snjólaug er skyld Guðfinnu og Snjólaug er eins skyld mér eins og Guðfinna er skyld Jóhönnu. Veiztu, hvað ég er skyld Guðfinnu?" Lausnir skulu hafa borizt fyrir 10. apríl. SKÁKÞRAUTIN. 10 lesend- ur sendu rétta lausn á skák- þraut síðasta blaðs: Hvítur lék drottningu af d5 á d8, en eftir þann leik er svartur óverjandi mát, hvað svo sem hann gerir. ★ 1 skákþraut þessa tölublaðs á hvítur að máta í öðrum Ieik. fSLENZKA GÁTAN féll niður síðast vegna rúmleysis. Hér er ein aðsend: Eineygð drós með ekkert vamm ærið langan hala dró, við hvert það spor, sem hún gekk fram, hennar rófan styttist þó. 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.