Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 6

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 6
BJARNI BENEDIKTSSON FRA HOFTEIGI: I gististail sðgunnar Bærinn Uppsala á bökkum Fýrisár í Svíbjóð hinni köldu er sögubær. Enginn, gæddur því skilningarviti sem beitir söguskyn, fer um þennan bæ án þess að kenna ilm og angan liðins tíma. Það er ekki vindugt í Uppsala, en andardráttur sögunnar leikur þar um gömul hús og forna stígu. í Gamla Uppsala skammt norðvestur af sjálfum Uppsalabæ er vagga sænskrar sögu, hefur mér verið tjáð. Eftir að barnið komst á legg, og tók að leggja þjóðvegi aldanna undir fót, hefur það oft dvalizt na:tursakir í þessum bæ við blástraum Fýrisár. — Við hér heima tölum um Uppsali og segium í Upp- sölum. Sumir telia, að „sala“ í nafninu Up])sala sé sama orðið og heiti hins forna bæjar Sala, en eftir honum heitir nú Salabacka austur af Uppsala. Þar cð ég veit ekki hvað „sala“ þýðir veit ég heldur ekki hvort vor íslenzka þýðing þessa nafns á nokkurn rétt á sér, en um það efast ég a. m. k. stórlega. Uppsala þýðir þá sú eða það Sala, sem fjær liggur, þ. e. lengra uppi í landinu. Þetta nafn var í öndverðu notað um þann stað sem nú heitir Gamla Uppsala, en sá staður þar sem nú stendur Uppsala hét þá Östra Aros, Eystriárós. Sænskir kunningjar mínir sem ég hef spurt um merkingu nafnsins Uppsala hafa sagt mér að skipta heri orðinu: Upps-ala. En ala þýður blótstaður, og kemur þá sú merking vel heim við þekkta sögu Gamla U])]>sala. Hins vegar gátu þeir ekki skýrt s-ið í orðinu. Hefur mér komið til hugar, hvort það gæti ekki verið leif af orðinu „lands“, þannig að stað- urinn hafi í árdaga heitið Upplands ala, þ. e. hlót- staður Upplands eða Upplendinga. En þelta er sem sagt ekki annað en tilgáta, kannski óþörf, og stang- ast ef til vill við al- þekktar staðreyndir, þótt þær séu mér ó- kunnar. Gamla Uppsala, sein nú heitir svo, var áður á öldum aðsetursstaður konunga. Komið hefur í Ijós við uppgröft að hólar þeir hinir miklu, er þar standa nú, eru konungahaugar frá því um 500 e. Kr. Þar var þingstaður, markaður — og blótstaður. Níunda livert ár var á þessum stað haldin fórnarhátíð, sameiginleg fyrir alla kónga og þegna Svía- veldis. Lifandi fólki var fyrirkomið i heilagri Spurvagn ú lslandsbrúnni. Sér á kusíuLunn cjst lii vinstri. 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.