Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 6

Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 6
SIGURÐUR GUÐGEIRSSON, forseti ÆskulýSsfylkingarinnar: Fylkið ykkur um stefnu framtíðarinnar Þróun sósíalismans hefur farið sigurför um mikinn hluta heimsins, og sífellt fjölgar þeim milljónum, sem hafa losað sig undan oki kapitalismans og kom- ið á hjá sér þjóðskipulagi sósíalismans. Þannig hafa grundvallarkenningar sósíalismans unnið fylgi - fjöldans og borið sigur í baráttunni við auðvaldið — kúgara alþýðunnar —. Enda er nú svo komið, að auðvaldið um gervallan heim hefur tryllzt, það sér ósigur sinn fyrir. I öllum löndum kapítal- ismans gerir auðvaldið hverja tilraun eftir aðra til að koma í veg fyrir eflingu sósíalismans. Brjálæðiskennd- ar ofsóknir eiga sér stað, verkalýðshreyfing bönnuð, sósíalistiskir flokkar bannaðir, og fólki varpaði í fangelsi fyrir það eitt að vera sósíalistar. Hér á landi var nýlega kveðinn upp hinn svívirðilegasti stéttar- dómur í sögu íslands, tuttugu íslendingar dæmdir í margra mánaða fangelsi fyrir það að hafa aðra skoð- un en valdhafarnir. Slík hefur barátta auðvaldsins verið um heim all- an gegn þróuninni. Það hefur tryllzt við það að sjá alþýðuna taka völdin og koma á hjá sér sósíalisma. íslenzka auðvaldið hefur sömu hagsmuna að gæta og auðvald annarra landa — þess vegna mun auðvaldið hér á landi gera allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir sigur sósíalismans. Oft hefur afturhaldið hrópað, að það þyrfti að banna Sósíalistaflokkinn, koma í veg fyrir blaðaútgáfu hans og á ýmsan annan hátt að hefta starfsemi flokksins. Æskan er framtíðin, það veltur því á miklu, hvernig æska þessa lands bregzt við. Hvort hún fylgir aftur- haldinu — eða hún fylkir sér um sósíalismann. Starf- semi Æskulýðsfylgingarinnar gefur það örugglega til kynna, hvora leiðina íslenzkur æskulýður hefur valið og mun velja. Starf Æ. F. fer stöðugt vaxandi og með- limum hennar fjölgar stöðugt. Það er hlutverk alþýðu- æskunnar að fullkomna starf brautryðjendanna. Æskulýðsfylkingin er skóli, þar sem alþýðuæskan kynnir sér grundvallarkenningar sósíalismans. Höfuð- takmark Æ. F. er: 1. Að vinna bug á auðvaldsskipulaginu á íslandi og koma í þess stað á þjóðskipulagi sósíalismans. 2. Að vinna alþýðuæskuna til fylgis við grundvall- arkenningar sósíalismans og vinna á þann hátt að sameiningu hinna vinnandi stétta á félagsleg- um og sósíalistiskum grundvelli. 3. Að vinna að hvers konar hagsmuna- og menn- ingarmálum æskulýðsins. Æ. F. hefur frá fyrstu tíð unnið markvisst að hags- munum æskulýðsins og er of langt að rekja það í stuttri grein. Við síðustu þingkosningar var einn af meðlimum Æ. F., Jónas Árnason, kosinn á Alþingi. í Reykjavík hefur Æ. F. fengið einn fulltrúa í bæjar- stjórn, Inga R. Helgason, sem þekktur er fyrir starfs- hæfni. Æskulýðsfylkingin hefur sýnt, að meðlimir henn- ar eru samtaka í starfi og bera þess glöggt dæmi: Landneminn, blað Æ. F., sem þó hefur átt við mikla erfiðleika að stríða, og byggging hins glæsilega skíða- og félagsheimilis Æ. F., en sú bygging hefur að öllu leyti verið reist í sjálfboðaliðsvinnu félaganna. Um síðustu páska dvöldu í skíðaheimilinu um áttatíu manns eða álíka margt og dvaldi í skálum fjölmenn- ustu íþróttafélaganna. Hér eru aðeins nefnd tvö dæmi, en mörg fleiri væri hægt að nefna. Æ. F. er fjöldafélagsskapur íslenzkrar alþýðuæsku, félagsskapur, sem mun standa á verði gegn hverri árás, sem afturhaldið kann að gera á alþýðuna. Með ötulu starfi verður takmarkinu náð. íslenzk alþýðuæska mótmælir 30. marz-dómunum, hún lítur á þá sem hina svívirðilegustu árás, sem gerð hefur verið á íslenzka alþýðu. Dómarnir eru stéttar- dómar, sem einkennast af brjálæðiskenndri hræðslu þess afturhalds, sem nú er í dauðatevgjunum. Æskufólk, fylkið ykkur um stefnu framtíðarinnar, sósíalismann, gegn stefnu afturhaldsins, hins deyj- andi, brjálæðiskennda kapitalisma. íslenzk æska, kynntu þér starf og stefnu Sósíalistaflokksins, grund- vallarkenningar hins vísindalega sósíalisma — marx- ismans —. Þá munt þú sjá, hvar í flokk þú átt að skipa þér og ganga í Æskulýðsfylkinguna og á þann hátt taka virkan þátt í baráttunni gegn afturhaldinu — sigurför sósíalismans. 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.