Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 11

Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 11
Rússneskir kvikmyndastjórar: 1. V sevólod Pudovkin varS jrœgastur jyrir „MóSurina". — 2. Alexander Dovsjenkó er jrœgastur jyrir „]ör'ð“. — 3. Vladimir Petrojf gcrði „Pétur mikla“. — 4. Alexander Ptusjkó, höfundur brúðumyndanna, hefur líka gert frœgar litmyndir, þ. á m. „Steinblómið“. — 5. Friedrich Ermler gerði „Hin miklu þátlaskiV'. — 6. Mark Donskoj gerði myndirnar um Maxím Gorki. Ný tœknibrögð. íslenzkir bíógestir kannast niæta vel við nafnið Walt Disney. Það er óþarft að rekja hér afrek hans, en hann telst faðir teiknimyndanna. Hins vegar kannast sjálfsagt færri þeirra við Alexander Ptusjkó, þótt hann hafi kannski unnið engu síðra afrek. Milli 1930 og ’40 skóp hann nefnilega bruðumyndina „Hinn nýi Gúllíver“. Síðan hafa brúðumyndir náð geysilegum vinsældum í Austur-Evrópu, og eru það einkum Tékk- ar, sem í dag framleiða mikið af þeim. — En Ptusjkó hefur nú samt veitt a. m. k. mörgum Reykvíkingum ánægjulega kvöldstund. Hann gerði nefnilega hina frægu litmynd. „Steinblómið“. Hann fékkst ekki lengi við brúðumyndirnar, en sneri sér að litm.yndatilraun- um. Og „Steinblómið“ er einn árangur þeirra ti'vau.ia. Hann notar svonefndan „agfa-colour“, sem gefur mun betri liti en hinn bandaríski „technicolour“, svo sem kunnugt er, bæði af þessari mynd, mörgum rúss- neskum íþróttamyndum, „Óð Síberíu“ o. fl. Árið 1944 var sýnd í Moskvu fvrsta J/ríviða (stcrc- oscopic) kvikmynd heimsins. Hún nefndist „Robinson Krúsó“. Höfundur hennar heitir Ivanoffski. Þar nieð hafði loks rætzt draumur, sem menn hafði lengi dreymt: að ná dýpt í myndina. Hingað til höfum við aðeins skynjað breidd og hæð í þeim. Nú vinna Rússar af kappi að því að fullkor.ma þetta sýningarkerfi, og fregnir herma, að ekki líði á löngu, þar til þeir fari að umbyggja bíó sín í stórum stíl fyrir j)rívíðar mynd- ir. — Eisenstein hafði áður en hann dó vígt þessu nýja formi áhuga sinn. Hann dó af hjartaslagi og fannst liggjandi fram á skrifborð sitt. En á borðinu lá ófull- gerð grein um litmyndir og þríviðar myndir. Þessi mikli sköpuður slakaði aldrei á til hinztu stundar. Hér hefur nú verið gerð lítil tilraun til að gefa örstutt yfirlit yfir þróun ráðstjórnarkvikmynda í 30 ár. Ætla mætti, að í því sambandi væri rétt að geta hinna nýjustu. En J)ar sem J)að væri efni í heila grein, verður það að bíða betri tíma. Eftir striðið hafa ýmsir borgararlegir fagurkerar á Vesturlöndum haldið því fram, að J)róun kvikmynda- listar í Ráðstjórnarrikjunum væri stöðnuð, eins og þró- un alls andlegs lífs eystra! Að „Rússar“ hefðu snúið baki við hinni glæsilegu fortíð sinni o. s. frv. Þessum áhyggjufullu fagurkerum er bezt svarað með orðum hins mikla franska kvikmyndastjóra, Louis Daquin: „Kjarni málsins er ekki að gera samanburð á „Pótem- kin“ og „Móðurinni“ annars vegar og „Partisana- konunni“, „Hinni miklu arfleifð“ og „Orustunni um Stalíngrad'1 hins vegar, heldur að rannsaka, að hve miklu leyti ráðstjórnarkvikmyndin hafi náð því marki, sem hún hefur sett sér á hverjum tíma.“ — Þetta mark sjá kvikmyndamenn Ráðstjórnarríkjanna í ljósi hins sósíalíska raunsæis, sem lærimeistarinn Pudovkin skýr- greinir svo: „Hið sósíalíska raunsæi er vinnuaðferð, sem setur listamanninn í náið samband við veruleik- ann, við það líf, sem hrærist í kringum hann, og (það er aðalatriðið!) lætur listamanninn taka beinan þátt í átaki allrar J)jóðarinnar, gerir hann að virkum J)átt- takanda í uppbyggingu hins kommúníska þjóðfélags.“ Til lesenda Ritstjóraskipti verða aftur með þessu hefti Land- nemans. Jónas Árnason tekur við af Bjarna frá Hof- teigi, sem séð hefur um ritstjórnina síðan í haust, að Jónas lét af starfinu sökum anna. — Um leið og Landneminn þakkar Bjarna fyrir ágæta ritstjórn, vill hann tilkynna lesendum, að handbragð Bjarna mun eftir sem áður láta að sér kveða á síðum blaðsins, hann hefur gefið loforð um að skrifa eitthvað í sér- hvert hefti, að minnsta kosti fyrst um sinn. Mun það eflaust mikið fagnaðarefni lesendum að Bjarni skuli þannig hér eftir sem hingað lil ætla að leggja Land- nemanum lið sinna góðu hæfileika á sviði ritaðs máls. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.