Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 8
Atriði úr kvihmynd Friedrich Ermlers um Stalingrad-orustuna, „Hin miklu þáttaskilsem hlaut 1. verSlaun á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í Frakklandi 1946. löndum, sem héldu hinu unga lýðveldi í verzlunar banni. Hér va*ð því að reisa frá grunni. Hina ungu listamenn, sem nú ætluðu að hefja sköpun sósíaliskrar listar, skorti reynslu, áhöld og filmur. En þeir höfðu dirfskuna, þann tvíeflda kraft, sem nýunninn sigur veitir, og hugmyndaflugið. Hið unga þjóðfélag hróp- aði á kvikmyndir, svo að nú varð að láta hendur standa fram úr ermum. Við þessar aðstæður varð til eitt af þýðingarmestu áhrifabrögðum nútíma kvikmyndalistar: myndskeyt- ingin (montage). Bandaríski kvikmyndastjórinn fra-gi, David Griffith, hafði að vísu áður gert nokkr- ar tilraunir með myndskeytingu til þess að ná mis- munandi hraða og rytma í kvikmyndir, en hafði aldrei dreymt um, hvílíka möguleika þetta bragð fól í sér. Það féll í hlut hins unga ráðstjórnarleikstjóra Lev Kulesjoffs að sýna þetta, á sama tíma og félagi hans, Dziga-Vertoff, gerði tilraunir með myndatökuhorn (camera-angles). Og hérna kemur sagan um uppgötv- un Kulesioffs (hann er nú prófessor við kvikmynda- akademíið í Moskvu). Múttur myndskeytingarinnar uppgötvaður. I hálftómum kvikmyndaverkstæðunum lágu heilir haugar af gömlum filmum frá keisaratímanum. Kule- sjoff er að grúska í þessum haugum. Hér og þar klipp- ir hann úr filmustrimla, sem honum líkar. Hann tín- ir bútana sarran. Allt í einu dettur honum í hug, að úr þessum mikla haug af gömlum filmum geti hann raunverulega húið til margar ,.nýiar“ kvikmyndir. Hann getur tekið dálítið hér, dálítið þar, skapað at- burðarás og hreyfingu, m. ö. o. „skeytt saman“ nýja kvikmynd úr hinu gamla efni. Og þannig bjó hann til nýjar myndir með því að klippa sundur gamlar film- ur, skeyta saman bútana á ný í annari röð og með nýja hugsun að baki, því að ný skeyting skóp ný áhrif. Lærisveinn Kulesjoffs, hinn mikli kvikmyndastjóri, Vsevolod I. Pudovkin, hefur í grein gefið einfalt, en skýrt dæmi um þýðingu skeytingarinnar: — Hugsið ykkur, að við höfum þrjár myndaupp- tökur. Á einni sést brosandi andlit manns, á annari er hræðslusvipur á andliti hans og á þeirri þriðju er skammbyssa, sem beint er gegn myndavélinni. Við getum sett þessar upptökur saman á tvo mismunandi vegu: í annað skiptið sýnum við fyrst hið brosandi andlit, þá skammbyssuna og loks hið hrædda andlit, í hitt skiptið fyrst hrædda andlitið, þá skammbyssuna og loks brosandi andlitið. — í fyrra skiptið finnst okkur maðurinn hræddur, í seinna skiptið hugrakkur. En það eru sömu myndir og sami leikari, þótt áhorf- endum sýnist annað. Það er myndskevtingin, sem skapar áhrifin. Rytmi kvikmyndarinnar ér ekki síður mikilvægur en myndasamsetningin. Hann skapast einnig við skeytinguna og er kominn undir lengd hvers atriðis (scene, sequence), en í kvikmynd hefur hún sömu þýðingu og lengd tónanna í músíkinni; ennfremur hvernig atriðin eru tengd sam- an, og á að því leyti skylt við greinarmerki í rituðu máli. Rytminn er tæki listamannsins til að leika með til- finningar áhorfenda. Með löngum atriðum, sem renna rólega hvert inn í annað (super imposition), fellur ró yfir áhorfandann. En svo klippir hann atriðin styttri, nærmyndir og farmyndir skiptast á með æ meiri hraða frá atriði til atriðis og geðshræring áhorfandans eykst í sífellu. — Þegar listamaðurinn ætlar sér að sýna sögu byltingarinnar, getur hann slengt myndunum mót áhorfendum í æsandi rvtma, og þeir fara af bíó- inu upptendraðir af hrifningu. Kvikmynd gegn leikhúsi. Sósíalísk bylting táknar frelsun hins kúgaða manns — hins nafnlausa fjölda — undan oki fámennivalds- ins; bylting, gerð af fjöldanum, vegna hans og fyrir liann. Nóvemberbyltingin rússneska var slík bylting. Og þessi andstaða gegn ríki einstaklingsins á kostnað hinna mörgu endurspeglast í hinni ungu, sósíalísku list. Hefðbundin, borgaraleg sviðleiklist er framin undir stjörnu einstaklingsins fyrir einstaklinginn. Þar ríkja hinar svonefndu „leiksviðsstjörnur". Rússar áttu 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.