Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 17

Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 17
viðureign við franskan nýlenduher hefur frelsað níu tíundu hluta lands síns. Fyrir nokkrum mánuðum lét Phibul Songgram einræðisherra Síam, annars ná- grannalands Kína, flugvélar flytja fjörutíu tonn af gulli til Bandaríkjanna til geymslu í bönkum þar. Orð leikur á, að þessir gullflutningar stafi af því, að Songgram óri fyrir, að fyri'r honum eigi ekki að liggja að eyða ellinni í föðurlandi sínu. ★ í Afríku, þeirri heimsálfunni, sem nýlenduveldin hafa vendilegast skipt á milli sín, logar nú allt í and- stöðu gegn yfirdrottnurunum. Á einu ári hafa Bretar gripið til herlaga og hernaðaraðgerða í fjórum Afriku- nýlendum sínum: Uganda, Nigeriu, á GuBströndinni og í Eritreu. Hinn svarti kynstofn Afríku ætlar sér auðsjáanlega ekki að vera til lengdar eftirbátur gula mannsins í Asíu. Borgarastétt Vesturlanda er orðin ör- vona um, að normaltímar hennar komi nokkru sinni framar, og hefur fundið frábærlega skarplega skýr- ingu á, hvað valda muni. „New York Times“, virðu- legasta íhaldsblað Bandaríkjanna, birti þessa skýr- ingu fyrir áramótin. Það hafði eflir belgísku leyni- þjónustunni, að ókyrrð mikil væri meðal svertingja í belgísku nýlendunni Kongó, þar sem u.nnið er úr jörðu úraníum, sem Bandaríkjastjórn fær til kjarnorku- framleiðslu. Hinum belgisku spæjurum þótti ekki ör- grannt um að orðið hefði vart við njósnara á þessum slóðum, svertingja, í þjónustu Rússa. Og það sem meira var, belgiska leyniþjónustan lét hafa eftir sér, að fengizt hdfði vitneskja um, að sextíu svertingjar hefðu laumast til Moskva og þaðan aftur til Kongó. En það ískyggilegasta var, að í Moskva áttu þeir að hafa setið námskeið, „löguð eftir göldrum innfæddra manna í Kongó“. Þarna er auðvitað fengin snjallasta skýring á óánægju nýlendubúa með yfirrráð erlendra manna. 1 Moskvu sitja seiðskrattar Stalíns og magna seið að saklausum siðmenningarfrömuðum nýlendu- veldanna, sem auðvitað eru alls ómáttugir gegn slíkri forneskju. ★ Það er áreiðanlega óhætt að lofa „New York Tim- es“ og leyniþjónustu hans hátignar Belgíukonungs að kenna einhverjum nútíma Sæmundi fróða eða Eiríki frá Vogsósum um sjálfstæðisbaráttu nýlenduþjóð- anna. Menn, sem eru að bíða ósigur, verða að fá að hugga sig við einhvern barnaskap, úr því að þeir eru ekki menn til að horfast í augu við staðreyndirnar, að þeir eru orðnir aftur úr þróun sögunnar. Yfir Asíu og Afríku gengur nú alda þjóðfrelsisbaráttunnar, Forleikur Stöðvaðu leik þinn, v llta veröld, knýðu úr strengjum kliðmýkra lag. Mildaðu þina hrjuju hljóma, leiktu nú, þegar liður d dag, róandi rökkurstef. Tr;llir mig þessi tónaseiður, — jirrir mig sjúkan jriði og ró. Heyrði ég strokið brotnum boga um brostinn streng, og hljómurinn smó eyru min, ekkasár. Hvi er mér þessi þrd i huga: — Töfrum magna hið talaða orð, svo heyrist það yfir hljómkviðu lijsins, falli sefandi’ d feigðarstorð, máttugt og milt i senn. Stöðvaðu leik þinn villta veröld, fjötraðu óttans ferlega hramm. Mér eru orð d mdlvana tungu, ég sœri þig nótt, — seyddu þau fram, sterkari stormsihs gný. Ásgeir Ingvars. svipuð þeirri, er reis hæst í Evrópu á fyrstu tuttugu árum aldarinnar. Þjóðfrelsisbarátta nýlenduþjóðanna er tengd þjóðfélagsbyltingu langkúgaðrar alþýðu og tæknibyltingu gegn frumstæðum framleiðsluháttum. Undirokuðu þjóðirnar heimta frelsi, réttlæti og vel- megun og ætla ekki að láta erlenda ofríkismenn liafa sig að féþúfu lengur. Yfirstétt Vesturlanda situr hins vegar eftir með sárt ennið. Aðstaða hennar til að halda í skefjum óánægju alþýðu eigin landa hefur upp á síðkastið bvggzt á því, að hún gæti hagnýtt auðlindir fjarlægra nýlendna og annarra frumstæðra landa í sína þágu. Uppreisn ný- lenduþjóðanna gerir því meira en binda endi á heims- drottnun auðvaldsríkja Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. Hún skerpir átökin milli alþýðu manna og forréttindastéttanna í auðvaldslöndunum sjálfum. Endalok nýlenduskipulagsins eru fyrirboði um enda- lok auðvaldsskipulagsins. LANDNEMINN 15

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.