Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 22

Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 22
liðsmanna hins nazistíska lögreglu- stjóra. Að baki þessum dómum er hið sama afl og að baki böðlinum, þar sem hann fer nú um lönd í krafti bandarískra dollara. Tuttugu Is- lendingar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að bera fyrir brjósti sjálfstæði og frelsi þjóðar sinnar, og dómar þessir eru knúðir fram af þeirri ofríkis- Böðulsöxin og stefnu sem lætur penninn, sem lögreglu og her- undirritaði lið skjóta úr vél- dómana. . byssum á jarð- næðislausa bænd- ur Ítalíu, sendir fullkomnustu flug- vélar með óþrjótandi sprengju- farma yfir litlu þorpin á Malakka- skaga að kenna íbúunum virðingu fyrir hinum hvítu drottnurum, og gerir út grimma blóðhunda til að elta uppi unga frelsisvininn í fjöllum Grikklands. — Það er stigmunur en ekki eðlis á öxi böðulsins og penna þeim, sem undirritaði dómana út af 30. marz. Eftir þvi sem embætti á íslandi hættu að vera útlend og tóku að gerast íslenzk, eftir því minnkaði áhrifavald böðulsins, — unz em- bætti hans var ekki lengur til. Is- lendingar eigi mikið í veði að þeir geri sér fyllilega ljós öll rök þess- arar staðreyndar. Aftur gerast Því að nú ríkir embœtti það ástand í þjóð- útlend. félagi þeirra, að embætti mörg eru aftur tekin að gerast æði lítið ís- lenzk, útlend sjónarmið og útlend- ir hagsmunir hafa æ meiri áhrif á gerðir manna þeirra sem í þeim sitja. — Það er háskaleg þróun sem hér er af stað farin, og fái hún að renna skeið sitt á enda, þá má þjóðin vera viðbúin þeim válegu tíðindum fyrr eða síðar, að aftur hafi verið upp tekið á íslandi það embætti, sem alltaf hlýtur að vera óíslenzkast allra embætta, embætti böðulsins. En þróun þessi skal ekki renna skeið sitt á enda. Því að þar stendur í veginum sá mikli máttur sem ris- inn er af hugsjón dagsins í dag, dags verkalýðsins, 1. maí. — Á þessum degi strengjum við þess heit að beita allri orku okkar, öllu þreki okkar, 1. krafti eining- til að vinna bug arinnar mun- á ofríkinu. Við um við strengjum þess sigra. heit í anda ein- ingarinnar, ein- ingar alls verkalýðs, einingar allrar alþýðu, að stöðva þá geigvænlegu þróun sem hefur ekki annað enda- mark, getur ekki haft annað enda- mark en öxi böðulsins. Við strengj- um þess heit að sigra, — og við munurn sigra. Eining alþýðunnar er það afl sem ekkert fær staðizt. I krafti hennar getum við boðið öll- um ofríkisstefnum byrginn. I krafti hennar munum við knýja örlög okkar útaf j>eim helvegi, sem þeim er nú stefnt eftir, snúa jreim aftur inná brautu bjartar framtíðar, gera embætti öll á íslandi íslenzk á ný. I krafti þessarar einingar mun- um við bera gæfu til að vera um allan aldur böðulslaus þjóð. Unga fóíkið sœkir beztu og vistlegustu kaffistofu bœjarins. ILÆiðga.rðTj.x* ÍPórsgötTJ. 1. 20 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.