Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 16

Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 16
enda, sem stungu hálfum afrakstri jarðarinnar í eig- in vasa, án þess að hafa nokkuð fyrir honum unnið, og eignarréttur á jörðinni er fenginn þeim, sem rækta hana. í borgum Kína er stóriðnaðurinn þegar þjóð- nýttur. ★ En koma hins nýja tíma í Kína hefur þýtt meira en þjóðfélagsbyltingu. Samtímis henni hefur orðið þjóð- arvakning og sannkölluð siðabót. Fréttarritarar stpr- blaða Vesturlanda, sem þekktu spillingu hins gamla Kína, j)ar sem enginn gat nóð rétti sínum nema með mútum og allt var mögulegt þeim, sem höfðu gnótt fjár til að bera á embættismenn Sjang Kaiséks, slanda agndofa af undrun yfir þeirri breytingu, sem gerzt hefur á svipstundu. „Það er tími til kominn fyrir okk- ur Vesturlandamenn að endurkoða hugmyndir okkar um Kína“, segir Robert Guillain, fréttaritari franska blaðsins „Monde“ og brezka blaðsins „Manchester Guardian“ í Kína. Hann heldur áfram: „Þessar hug- myndir eru að minnsta kosti tuttugu og fimm ár á eftir tímanum, því að elzta j)jóð heimsins er nú að kasta ellibelg.“ Guillain lýsir af eigin raun, hvernig byltingin í Kína er að endurfæða þjóðina til nýrra og áður óhugsandi dáða. Kommúnistaflokki Kína til- heyrir allt sem nýtt er og lifandi með þjóðinni, segir hann. Kínversk æska hefur flykkzt undir fána bylting- arinnar og vinnur henni af dæmafárri ósíngirni og fórnfýsi. Nýja stjórnin hefur leitt til öndvegis í opin- beru lífi og stjórnarstörfum eiginleika, sem fyrir skömmu máttu heita útlægir úr kínversku þjóðlífi. heiðarleika og virðingu fyrir almenningsheill. Alþýðu- herinn er orðinn eftirlætisgoð kínversks almennings, hann er fyrsti herinn í sögu landsins, sem ekki hefur beitt óbreytta borgara ránskap og ójöfnuði. Lýsing Guillains á leiðtogum hins nýja Kína er á jressa leið: „Miklir alj)ýðuleiðtogar eru að taka við stjórnartaum- unum, þar sem Maó Tsetúng og félagar hans eru. Þeir eru hin nýju stórmenni vorra tíma. Þeir hafa í tuttugu og fimm ár barizt fyrir velferð lands síns innblásnir háleitustu hugsjónum. Þeir eru gáfaðir og heiðarleik- inn sjálfur persónugerður. Þeir kunna jafnvel að vera þau mikilmenni, að þeir séu færir um að hefja Kína úr hyldýpi aldalangrar niðurlægingar. Hvað sem því líð- ur, eru þeir einu mennirnir, sem völ er á, er levst geta þær þrautir, sem rændu fyrirrennara þeirra siðferðis- þótti og urðu j)eim ofurefli. Ef við berum heill Kína fyrir brjósti, verðum við að játa, að þessir menn eru eina von Kína“. Slíkur er dómur }>essa borgaralega blaðamanns um leiðtoga kínversku byltingarinnar og verk þeirra. Hann er ósammála marxistiskum skoðunum byltingar- mannanna en fellur í stafi yfir órangrinum af starfi þeirra. Og Guillain hefur nýstárlegar fréttir að færa þeim, sem halda að bylting hljóti að vera blóðbað og grimmdaræði. Ekkert er fjær sanni, segir hann. Valda- taka kommúnista í Kína, segir þessi fréttaritari tveggja áreiðanlegustu íhaldsblaða Vestur-Evrópu, „hefuv ekki haft í för með sér neinar blóðsúthellingar, engar póli tískar handtökur, engin hermdarverk eða aftökur . . Kommúnistarnir fara hægt í sakirnar. Þeir eru hóf- samir. Þeir leggja sig alla fram til að sannfæra fólk og snúa því á sitt mál . . . Þeim er umhugað um að fá fólkið til að láta vilja sinn í ljós, öðlast samjiykki þess og láta alla taka sinn þátt í ttjórn landsins.“ Þýðing byltingarinnar í Kína fyrir þróun heimsmál- anna hlýtur að verða hverjum manni ljós, ef hann hug- leiðir, hvílíkri breytingu. byltingin í Sovétríkjunum hefur valdið á einum þrjátíu og tveimur árum, hálfum mannsaldri. Ur því að 180 milljóna þjóð hefur á þeiru tíma hafizt með eigin átaki og þrátt fyrir fjandskap og meira segja tvavr órásarstyrjaldir af hálfu gömlu stórveldanna, úr eymd og niðurlægingu í að verða ann- að af tveim reginveldum heims, hvað mun ])á um 4ÓÖ milljóna þjóð, sem ekki þurfti að bíða nema í þrjá mánuði eftir viðurkenningu hins gamla nýlenduveld- is Bretlands, sem ekki viðurkenndi Sovétríkin fyrr en eftir ellefu ár. Meira að segja Bandaríkjastjórn ber jwílíka virðingu fyrir afli hins nýja Kína, að lnin hef- ur játað sig gersigraða og látið skjólstæðing sinn Sjang Kaisék sigla sinn sjó. ★ Það er ekki bara Kína sem hefur rekið eða er að reka erlenda yfirdrottnara og innlenda erindreka Jveirra af höndum sér á síðustu árum. Normaltímarnir, yfirráð nýlenduvelda Vesturlanda yfir þjóðum ann- arra ljeimsálfa, eru auðsýnilega að líða undir lok. Þróunin í Kína er gleggsta merki þess, að nýlenduveld- unum er })að skammgóður vermir að reyna að bjarga verzlunarhagsmunum sínum, ef ekki stjórnarfarslegum yfirráðum, með Jiví að gefa mútuþægum leiðtogum eins og Sjang Kaisék sjálfstæði að nafninu til. Ný- lenduþjóðirnar heimta frumburðarrétt sinn, sjálfstæði en engar refjar. Þeir, sem sætt hafa sig við hálfan rétt eins og Nehru í Indlandi, Sokarno í Indónesíu og Bao Dai í Indó Kína eiga alllaf á hættu, að þjóðir þeirra sjái, að þær hafa verið prettaðar. Byltingin í Kína er jvegar farin að hafa áhrif í nágrannalöndunum, enda þótt enginn hermaður hafi stigið fæti yfir landamærin. Kínverska alj)ýðustjórnin hefur viðurkennt stjórn sjálfstæðishreyfingar Indó Kína, sem eftir tveggja ára 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.