Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 12

Landneminn - 01.01.1950, Blaðsíða 12
SIGUR | Brot af gömlu 6/a<9/J Þegar hann var lítill drengur, var hann síóánægður og volandi. Mamma, gef mér brauð, sífraði hann þegar hann vissi að ekkert brauð var til. Það var oftast fiskur, en hann vildi aldrei neitt nema kjöt, nema þegar kýrin var þurr, rétt fyrir burðinn, þá heimtaði hann mjólk og aftur mjólk, en aldrei endranær. Annars varð hann snemma kaffimaður. Móðir hans var í stökustu vandræðum með þennan óþægðargepil sinn, og vissi aldrei upp á hvaða kenj- um hann tæki næst. En léti hún vilja sinn í ljós var hann fullkondega andvígur og hafði ævinlega á tak- teinum hundrað fleiri kröfur en hún gat fullnægt, enda hafði hún ekki af miklu að má, einstæðingur í veröldinni, og hafði orðið það á að unna í meinum, eins og segir í J»jóðvísunni. Hins vegar kunni hún ekki alla vísuna, en hún segir frá því að bezt sé að unna ekki neinum, — enda vafasamt að kenningin héldi. í dyrum helgidóms Ég vissi bak við hlið þitt helgidóm. Úr hug mér aldrei vék, um clag og nótt, liin djúpa, sára þrá, hans djásn að sjá og fá. Það liðu ár, og loks, í morgunsár með langan clag í hönd, skal svalað minni sáru, cljúpu þrá, að sjá hans dýrð og fá. Ég slend við opið hlið þíns helgidóms, en hika lengi við. Þvi, ef ég má hans undur sjá og fá, er ekkert til að þrá. Kristján frá Djúpalæk. Þessi kona var ekki framar mikið á faraldsfæti, en þá sjaldan hún fór í Fjörðinn kom hún ævinlega með eitthvert munngæti handa honum, og glingur. Hann át sælgætið með áfergju, og heimtaði síðan æ meira, en gullin braut hann, og tók síðan enn til að vola og víla. Það var sjáldgæft að hann endurgyldi blíðu- hót móður sinnar, og eftir J»ví sem hann eltist fékk hann auðvitað meiri og.meiri andstyggð á slíku, ó- virka andstyggð. Er hann stálpaðist þrjózkaðist hann við að sækja kýr og hesta, kom iðulega heim án þeirra, og væri á hann yrt muldraði Iiann eitthvað' í barm sér sem eng- inn skildi. Þegar hann var atyrtur eða skammaður, lét Iiann sér nægja að hengja hausinn og láta hökuna slapa, labbaði síðan eitlhvað út í buskann, dauður á svip og þvermóðskufullur. Rarsmíðar skildi hann ekki. Enginn vissi til að hann hefði neitt áhugamál, eins og gefur að skilja þekkti hann ekki orð eins og skyldu- rækni, því síður þakklátssemi eða greiðabragð. Þú þarna, sleðinn þinn — þannig hófu menn löngum mál sitt við hann. Sleðinn gegndi luntalega og ókst ekki úr sínum sandi fyrr en eftir fleiri atrennur. Það var meira erfiðið. Hann var fermdur upp á faðirvorið og trúarjátninguna, en það er undirstaða náðarinnar sem alkunnugt er. Stafagerðina lærði hann nokkurn veg- inn, lestur sömuleiðis, að öðru leyti fékkst hann ekki við menntir. Og J»að var engin náð. Ifann var slyttislegur í göngulagi og snemma álútur eins og hann væri að þrjózkast við að detta — það var alls staðar sama þrjózkan — húfudellan niðri í aug- um, sokkarnir í mörgum fellingum um leggina, skórn- ir skældir á bífunum. Hann hafði ekki þekkingu á að skemmta sér, virtist heldur ekki hafa neina löngun til þess. Hann var síeinn. Það er mjög sennilegt hann hefði ekki getað lært að dansa, og þó svo hefði verið: hvaða stúlka myndi hafa fengizt til að dansa við hann. — Því miður, ég er upptekin. Skyldi maður þó seint fortaka neitt í }>eim efnum. En það verður tekið fyrir á öðru blaði. Það var ennfremur athyglisvert um þennan dreng, að hann kunni engan mun á sumri og vetri, sólskini og svartahríð. Hann fékk vettlinga á haustin, en týndi 10 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.