Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 8
UNGA ÍSLAND 88 Með liugheitri óþreyju barnshjartans og starandi þrá biðurn við börnin jól- anna. Jólanna, sem allflest erlend börn myndu telja fátækleg og gleðisnauð. En oss vóru þau fögnuður Iífsins, inndælt, lifandi æfintýr. — Þá vóru allsnægtir allra gæða: jólabrauð, kleinur, pönnu- kökur — og laufabrauðið í hraukum og hrúgum. Og svo fengu allir á heimil- inu jólagjafir. Piltarnir og stúlkurnar. Allir saman. Á jólunum áttu allir að vera glaðir. Engum var gleymt. — Og þá vóru öll kertin! Inndæl, hvít tólgar- kerti handa öllum börnunum og full- orðna fólkinu líka. Það vóru jólatrén okkar! Ljós í hverjum krók og kima milli búrs og baðstofu. Því jóliu eru gleðihátíðin bjarta. — — — Aðfangadagur jóla heima. — Pabbi og vínnumennirnir eru í fjárhús- unum mestallan daginn. Allir gripirnir fá dálitla aukagjöf, og moðinu er fleygt út undir húsveggina handa snjótittlingun- um — og rjúpunum. Senn líður að kveldi. Búið að þvo öll börnin úr heitu og skifta á þeim föt- um frá hvirfli til ilja, nýjum, fallegum fötum, svo enginn hræðist nú jólakött- inn. Vinnufólkið fær einnig sitt plaggið hvert, sokka, vetlinga, e. þ. h. Og and- litin eru björt og glöð. — Svo les pabbi jólalesturinn, allir syngja fyrir og eftir, og barnaraddirnar hljóma fagnandi undir þröngu baðstofurjáfrinu. Svo er farið að borða. Þá er líður á kvöldið, fer »ganilafólk- ið« að hátta, eins og vant er, en börn- og »unga fólkið« situr frameftir nóttinni, með gáska og ganini, meðan kertin end- ast, eða þá þyrpast þau utan um eitt- hvert vinnuhjúanna og biðja um sögur og æfintýr, inndæl æfintýr, sem lyfta barns- huganum langt út fyrir hin þröngu tak- mörk baðstofunnar, út yfir snæhafið enda- lausa — til gull-halla og grænna skóga fyrir sunnan sól og niána. — — — Á jólunum er heimsóknatími æskulýðs- ins. Gangandi og á skíðum er farið yfir fannaflákana. Eða þá, ef hjarn er og ísar, eru reiðhestarnir leiddir út. Skaflajárnaðir, kliptir og kembdir, sléttir á hár og sællegir, með leiftrandi augu og stælta vöðva eftir langa hvíld. Og svo er farið bæ frá bæ sveitinaáenda. Flokk- urinn eykst sniám sanian, og loks eru 40—50 í hóp eða fleiri. Hugsið ykkur heiðríkt kvöld um jóla- leytið. — Skínandi hvít liggur sveitin öll milli hafs og hlíða í titrandi bliki ótelj- andi ískristalla Iangar tunglskinsnætur með norðurljós í storm-tryltum leik urn allan himin. — Silfurbleikt tunglsljós ogflögr- andi norðljósabjarmi leikur um snæhaíið í sífeldri skifting. — Norðurljósin eru töfrandi. Þau bála og braga með sterk- urn, sífeldum, stormhröðum litbreytingum. Svo Iiggja þau kyr og skjálfa af þreytu eftir Ieikinn. Titra og leiftra, blikna og deyja. Bála svo alt í einu upp á ný. — Eins og fáguð stálspöngliggur áin í bugð- um eftir hvítri sveitinni. Fegurri reið- braut er eigi til í öllum heimi. — í fríð- um hóp kemur æskulýðurinn ríðandi, stúlkur og piltar, á fótfráum, fjörugum hestum, sem bera höfuðið hátt og hringa makkann. Neistar spretta undan sköfl- unum, og jó-dunurnar heyrast langar leið- ir eins og fjarlæg skrugga, og af og til kveða við djúpir, sterkir dynkir. Það er ísinn, sem springur. Kvöldvindurinn leik- ur kaldur og napur um kinuarnar og gerir þær rauðar og hraustlegar. Kátir hlátrar og margraddaður söngur hljómar út yfirísog snæ. Og fjöllin svara.*) - II. »Enginn veit hvað átt hefir, fyr en *) Þannig var víða í mínum átthögum er eg ólst upp, fjörugt og ramíslenskt sveitalíf um jólaleyti. En hvern veg er því nú farið: Þjóðlegir siðir og venjur virðast vera að líða undir, lok og er það ætið hnignunarmerki. Höf.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.