Unga Ísland - 01.11.1911, Page 12

Unga Ísland - 01.11.1911, Page 12
UNQA ÍSLAND 92 En svo eru aftur á móti allmörg undra- börn, sem liafa náð fullorðinsaldri og þá einnig skarað fram úr öðrum að gáf- um, t. d. hinn frægi frakkr.eski heimspek- ingur og stærðfræðingur Pascal, sem samið hafði sjálfstætt stærðfræðiskerfi, þá er hann var 12 ára; ■— eða þá Philip Melanchthon (frb. Filipp), samverkamaður Luthers, er byrjaði háskólagöngu sína 12 ára ganiall og lagði þá þegar stund á hinar erfiðustu nánisgreinar, — o. fl. o. fl. Má einnig taka dæmi frá vormn dög- um. Willi Hoppe frá Nýju-Jórvík í N. Amer- íku sem nú er 13—14 ára gamall, var þegar fyrir 3—4 árum alveg framúrskar- andi borð-knattarleikari (»billard«- eða »billiard«-). Hann hefir nú um rleiri ára skeið grætt unt 1400 krónur á viku á þessari Ieikni simi. Einnig hefur hanu ferðast um alla Norðurálfu og unnið glæsi- legan sigur yfir frægustu knattborðs-leik- urum heimsins. Annað undrabarn er ainerískur skurð- læknir Will Owin. Áður en hann gat gengið, var hann viðstaddur við allar skurðlækningar og uppskurði, er faðir hans gerði, er sjálfur var duglegur skurðlækn- ir. Er drengurinn var 6 ára, kvað hann liafa fengið prófvottorð við háskólann í New Orleans, og prófdóntarar hans vott- uðu, að ltann væri mjög vel að sér í mannfræði og líffærafræði. ítalskur málfræðingur, Alfredó Trombetti, sem nú er háskólakennari í Austurlanda- inálum í fæðingarborg sinni Bologna, kunni 5—6 tungumál, áður en hann var 14 ára. Ítalíubúar eru mjög upp með sér af myndhöggvara einunt Wittóríó Righetti að nafni, sem enn er á besta skeiði. Þá er hann var 10 ára, hafði hann eigi minna en 80,000 króna tekjur á ári. Hann gat mótað ntyndir löngu áður, en hann gat gengið, og myndir drengsnáðans seldust fyrir 1000 kr. hver. Sagt er einnig um hinn fræga Japanska málara Hokusai, að henn hafi eigi verið nema 6 ára, þá er hann tók að rannsaka afkappi lögun ogliti hlutaog dró þá síðan upp og málaði á eftir. — En altíðara er þó að undrabörn fáist við skáldskap. Árið 1904 las 11 ára gamall drengur í Hamborg Max Krilger að nafni upp kvæði sfn, er kváðu hafa verið mjög snot- ur, og árið áður hafði þýskur skóladreng- ur 15 ára gantall, Stephan Hirschberg að nafni, gefið út kvæðabók, sem látið var mjög vel af. Enskur drengur W. H. Betly að nafni vann sér ntikla frægð sent sjónleikari þegar í bernsku. Hann var eigi nema 8 ára,er hann »byrjaði á Ieiksviðinu«, og 11 ára var hann uppáhaldsgoð manna um alt Bretland. í heilt ár samfleytt voru tekjur hans 1200 kr. á hverju kveldi, og þá er hann var 16 ára átti hann 800,000 kr. í sjóði. Dró hann sig þá í hlé frá leiksviðinu — til þess að menta sig. 5 árum síðar kom hanu fram á ný, en þá vildu engir heyra hann né sjá, og hætti hann þá leiklist og lifir af auði þeim, er hann hafði safnað í bernsku. Það eru þó sérstaklega stúlkur, er sýna snemma skáldlistar-hæfileika sína. Fyrir nokkurum árum kom út í Parísar- borg á Frakklandi kvæðabók eftir 11 ára gamla telpu, Antonie Coullet. Hafði hún ort flest þeirra, er hún var 9 ára. Nafn- frægt skáld hafði skrifað formála bókarinn- ar og skýrir þar frá skáldskap hennar og ýmsu fleiru. Segir hann þar, að oft og einatt, er hún sé að leika sér, þrífi hún alt í einu blað og penna og fari að skálda. Skáldgáfan virðist vera henni meðfædd. Og svo er hún stálminnug. Lærir hún oft löng kvæði á því að heyra þau Iesin einu sinni. Árið 1903 kom út kvæðabók — bæði á Englandi og í Ameríku — eftir 12 ára stúlku, Enid Welsford að nafni, dóttir frægs stærðfræðings og konu hans, sem er málari. Telpan fór að yrkja, er hún var 6 ára, en var svo feimin, að jafnvel

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.