Unga Ísland - 01.11.1911, Page 16

Unga Ísland - 01.11.1911, Page 16
96 UNGA ÍSLAND drottinn gat ekki annað gert. En hún átti ekki peninga. Hún liafði eytt þeim ölfum í sjúklingana, suma þaðan úr borg innni, suma útlendinga, og engan mun gert á þeim. Veðsetningarbréfið — 40,000 — átti að »innleysa« þriðja í jóluni, annars misti hún skóla sinn og heimili. Nú var kom- inn aðfangadagur jóla, og hún var jafn peningalaus og áður. Þann dag varð litla kenslukonan hug- rakka alveg hvíthærð. Síðdegis á aðfangadaginn fór það að kvisast um borgina, að allir þeir, er geng- ið hefðu í skcla hjá Soffíu Wright, ættu að koma saman í hljónileikasalnum mikla á tilteknum tíma um kvöldið. Fólk þyrptist að úr öllum áttum, og fleiri urðu að standa úti en þeir, sem komust inn. Urðu þeir því að fara það- an og út í lystigarð borgarinnar. Þar komu margar þúsundir manna, og þeir kváðu upp í einu hljóði, að Soffía væri æðsti og besti borgarinn í New Orleans. Og á svipstundu var skot.ð saman fé til að kaupa dýrmætan og fagran Loving Cup (frb. lövving köpp þ. e. »ástar-bikar«) úr silfri handa henni. Tveir mikilsmetnir menn, er báðir hófðu gengið í skólann hennar, vóru kjörnir til að færa henni heiðursgjöfina sama kvöldið. Þeir gerðu það og sögðu svo frá síðar, að aldrei hefðu þeir farið í gleðilegra erindi. En í silfurbikarnum lágu 40,000 krón- ur, nákvæmlega það, er þurfti til þess að greiða skuldina. — Soffía Wright heldur ennþá áfram skó a sínum til mikillar blessunar fyrir fátæklinga, sem annars niundu eigi fá tækifæri til að læra neitt. Hinn heilagi náttYerðnr. (Skoskt (?) æfintýr). Sá inn síðasti er sá »mann-veiðarana« í Strath Naiv, var lítið barnað nafni Art Macarthar, sonur Maríu Gillchrist, er reyndi þjáningar og mótlæti allra kvenna mest. Art Macarthur ólst uppheima ogvarð roskinn maður, og allir unnu honum, bæði menn og konur, því hann skáldaði hin fegurstu ljóð og kvað þau sjálfur, og í hjarta hans vóru eigi svik fundin, og aldrei bar hann í brjósti hat, reiði eður gretnju til nokkurs manns. Það var hann, sem sá mannveiðarana, er hann var lítið barn. — — Það, er hami sá og heyrði, var eins og björt tunglskinsrönd, er speglaði sig í dinnuu sálardjúpi hans og g~rði þar bjart, það sem eftir var æfinnar. Og tunglbjartur var einnig allur hugur Art Macarthurs. Sífelt söng og hljómaði í sál hans. Eg spurði hann einu sinni, hvernig á þvi stæði, að hann heyrði þess háttar, er svo fáir aðrir heyrðu, en bann brosti að eins og sagði: »Þegar hjartað er fult af kærleika, drýpur friður niður í huga manns eins og tærir daggardropar, og þá heyrir maður óma úr öðrum heimi.« Það hefir að líkindum verið af því, að það var jafnan, eins og legði birtu og bjarma af honum, að vinir hans og þeir, er þótti vænt um hann, héldu, að hann hlyti að vera skygn. Á sama hátt og maður jafnan heyrir inn þunga sjávarnið meginhafsins í sumum kuðunga-tegund- um, þannig varð maður ætíð, er maður var hjá honuni, var við blæinn frá hinu eilífa andans hafi, fullu af undrun og Ieynd- ardómum og fegurð, er mannssálirnar lifa og hrærast í. — Nú hvílir hann í friði, þar sem hann Iiggurundir grænum gras- sverði langt uppi í hlíð einni. En mann- veiðararnir munu líklega senda hann ein-

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.