Unga Ísland - 01.01.1933, Side 2

Unga Ísland - 01.01.1933, Side 2
Hið volduga guðshús laðar alla að sér. Stíllinn er gotneskur að nokkru leyti, en glögg merki eru þó um áhrif frá Engil-Söxum og Norðmönnum sjálfum, og að kirkjan hefir verið áratugi og aldir í smíðum. Augað fagnar máttug- um línum og litbrigðum. Grannir turn- arnir ljóma í sumarsólinni og benda upp til himins. Beygt er fram með kirkjunni og að höfuðdyrum á vestur- gafli. Hann er svo tilkomumikill, að hann minnir jafnvel á fegurstu kirkjur Ítalíu. Einkum er fagur rósarglugginn yfir dyrum, sem byggingameistarana iangaði til að mætti minna á alskyggnt auga Guðs kærleikans. Við göngum inn, cg jafnskjótt blasir við kirkjan öll í dýrð sinni, krosskirkja, með súlnaröð- um og hvössum bogum, sem mynda hvelfinguna. Það er líkt því, sem við höldum inn skógargöng, þar sem limið lykist saman yfir höfðunum. Altarið er fyrir miðju fram undan turnhvelfing- unni, prédikunarstóll nokkru innar að sunnanverðu. Innst er kórinn, átthyrn- ingur með súlnagöngum umhverfis. Honum hallar lítið eitt til vinstri, því að svo hafi Kristur hneigt höfði á kross- inum. Þar er Ólafsskrín hið nýja, búið mjög. Til hægri við göngin inni í veggn- um er lind hans, sú er átti að spretta fram á melnum, þar sem lík hans hvílir.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.