Unga Ísland - 01.01.1933, Side 6

Unga Ísland - 01.01.1933, Side 6
2 UNGA ÍSLAND A R FRA ARI. Er það annars ekki skrítið, þetta með tímann. Eitt ár líður og annað tekur við, og allir eru einu ári eldri en þeir voru í fyrra um þetta leyti. Þannig gengur það ár frá ári, og fyr en varir eru börn- in í landinu orðin fullorðið fólk. En Unga ísland eldist líka að árum. Það er nú orðið 27 ára gamalt. Börnin og unglingarnir, sem tóku með fögn- uði á móti fyrstu árgöngum þess, og lásu þá sér til gagns og gleði, eru nú orðin fulltíða menn og konur. Þau eru íeður og mæður þeirra, sem blaðið er nú sent til og ritað fyrir. Fyrir 20—30 árum, þegar foreldrar ykkar voru börn að aldri, hljóp eitt sinn ungur sveinn eftir sléttri grundinni við árbakkann og elti fiðrildi. Allt í einu nam hann staðar og fór að horfa út á ána. Hann horfði um stund á beljandí straumfallið, þar sem það bylt- ist niður eftir árfarveginum. — Þetta var einkennilegt, hvaðan kom áin og hvert fór hún ? Drengnum hafði verið sagt, að áin kæmi framan af öræfum og að hún rynni út í hafið. En þetta fannst sveininum ekki nóg. Hann hafði hvorki séð hafið né litið öræfin augum. En þarna rann áin fram hjá bænum hans með jöfnum straumi, dag og nótt og ár eftir ár. Hann sofnaði við árniðinn á kvöldin og vakn- aði við hann á morgnana. Drengurinn óx upp og lék sér á grund- inni við árbakkann. En áin vakti sífellt ýmsar spurningar í huga hans, um haf- ið, um öræfin, um allt það fjarlæga, sem hann vissi að var til einhvers stað- ar úti í heimi, langt, langt burtu, fram- ar og utar ystu fjallahnjúkunum. En svo bárust honum ýmsar myndir og sagnir frá öræfunum og hafinu. Frá fólkinu, sem bjó á ströndinni við hafið, frá bæjunum og borgunum, þar sem fólkið býr, hundruðum og þúsundum saman. Þá var það, sem Unga Island kom til hans færandi hendi með fregnir frá því ókunna og fjarlæga, og smám saman fékk hann svör við spurningunum, sem vöknuðu í huga hans, þegar hann lék sér á bakkanum við ána. Nú leikur þessi sami drengur sér þar ekki lengur, en þar er kominn annar í hans stað, sem hleypur þar um grund- ina léttur í spori. En áin rennur þar fram hjá enn í dag. Þungur árniðurinn vekur enn drenginn til umhugsunar um öræfin og hafið, um lífið að baki fjall- anna. Og enn í dag kemur Unga Island fær- andi hendi til æskunnar í landinu, og svarar spurningunni um það ókunna og fjarlæga. Verk æskunnar er að vaxa. Öll börn vilja verða stór. En tíminn er líkur straumnum, sem kemur og fer. Hvert augnablik flytur ný tækifæri. Hin daglegu viðfangsefni eru þau, að vinna úr því efni, sem að berst, og láta það auka vöxt sinn og þroska. Ritað á nýjársdag 1933. Arngr. Kristjánsson.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.