Unga Ísland - 01.01.1933, Side 7

Unga Ísland - 01.01.1933, Side 7
UNGA ISLAND 3 |gpg□□□□□□□□□□□□□□□□□□□aaaaaooD BLÁFUGL. Eftir Maeterlinck. Framhald. En Bláfuglinn var ekki í kirkjugarð- inum. Næst lögðu börnin af stað til þess að leita að Bláfuglinum í kóngsríki framtíðar. Þau gengu lengi, lengi, þangað til þau komu að hliði Blásala. Þar fundu þau börnin, sem biðu eftir að fæðast. Það voru hundruð og þús- undir af þeim. Öll báru þau bláar Ijós- móðuslæður. Sum voru að leika sér, og sum að hoppa og skoppa til og frá og önnur að masa, eða þau var að dreyma. Mörg sváfu. Og mörg voru að finna upp framtíðar uppgötvanir. Og alls- staðar, hvar sém augað eygði var allt himinblátt á að sjá, eins og heiðríkja sumarblíðunnar. ,,Hvar erum við?“ sagði Maggi. ,,f kóngsríki framtíðar“, svaraði sál ljóssins. „Hver yeit nema við finnum Bláfugl- inn hér“. Þegar sál ljóssins var að segja þessi orð, kom hópur af litlum bláum börn- um er þyrptust utan um þau. Þau höfðu fingurna upp í sér, og augun í þeim voru eins stór og undirskálar. „Lifandi börn! Ó, komið og sjáið litlu lifandi börnin“, sögðu þau. Þau komu nú með allar uppgötvan- irnar sínar og sýndu systkinunum. „Líttu á sóleyjarnar mínar“, sagði eitt, sem rogaðist með byrði, sem var eins og vagnhlass að stærð. „Svona Verða sóleyjarnar sem spretta, þegar ég fæðist á jörðinni", sagði það. „Líttu á bláberin mín“, sagði annað. „Svona líta þau út, þegar ég verð þrjá- tíu ára“. „Eitt smábarnið hljóp upp um háls- inn á þeim og kyssti þau Möggu og Magga. „Ég á að verða bróðir ykkar“, sagði það. „Ég kem til ykkar næsta pálma- sunnudag“. „Hvað hefir þú í þessum poka?“ sagði Maggi forvitinn. „Ég flyt með ,mér þrjá sjúkdóma: kíghósta, skarlatssótt og mislinga“. „Og hvað gerir þú svo?“ spurði Maggi. „Svo yfirgef ég ykkur“. ' „En það borgar sig varla fyrir þig að vera að koma“, sagði Maggi. „Við ráðum því ekki sjálf“, sagði litla ófædda sálin. Allt í einu kvað við hátt og dynjandi hljóð, svo að Blásalarveggir bergmál- uðu. Tvær stórar demantshurðir á hlið salarins tóku að hreyfast. „Hvað er þetta?“ spurði Maggi. „Hvað er Tíminn“, svaraði barnið. Stóru demantshurðirnar snerust hægt á hjörum, og á þröskuldinum stóð hinn eldgamli faðir okkar: Tíminn. Bak við hann sást skip með þöndum seglum, bú- ið til burtferðar. „Eruð þið tilbúin, hverra stund nú ér komin?“ sagði hann byrstur. Blábörnin komu að þjótandi úr öllum áttum. „Hér er ég, hér er ég!“ æptu þau. „Eitt í einu“, sagði Tími og rak á eft- ir þeim, sem átti að bera út í bátinn. Sál ljóssins sveipaði gullskikkju sinni um Magga og Möggu og fór með þau út í horn, þar sem þau gátu séð alla, en enginn sá þau. Niðurlag næst.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.