Unga Ísland - 01.01.1933, Side 8

Unga Ísland - 01.01.1933, Side 8
4 UNGA ÍSLAND A <► Q Enginn má vera ósyndur. (j) Tvö börn Kolbeins bónda í Kollafirði voru send að sækja hest niður á Kolla- fjarðareyrar. Drengur 9 ára og stúlka 11 ára. Þetta var um sumar í blíðuveðri. Börnin fundu hestinn og lögðu við hann. Þeim kom nú saman um, að stytta sér leiið heim, með því að fara yfir Kollafjarðarós. Þau fóru nú á bak og héldu heimleiðis. Fólkið heima fór nú að lengja eftir þeim, og var stúlka send, til þess að vitja um þau. Þegar hún kom niður á eyrarnar, sá hún á kollana á börnunum úti á iniðjum ósi. Hún var ósynd, og gat ekkert annað en að fórna höndum og biðjast fyrir. Börnin höfðu ekki varað sig á því, að flóð var gengið í ósinn, svo að hann vav orðinn svo djúpur, að hesturinn stakkst á kaf, og kom hann aldrei upp aftur. Hann rak dauðan upp á eyrarnar nokkru síðar. Svo gæfulega vildi til, að bæði börnin voru vel synd. Sigurjón Pétursson á Ála- fossi hafði haldið sundnámskeið þá um vorið, eins og oftar, og þar höfðu þau lært. Þau syntu eins og ekkert væri yfir ósinn og sakaði hvergi. Hefðu þau ekki verið synd, myndu þau eflaust hafa drukknað. Ósyndir menn ríða yfir vatnsföll og eiga það eingöngu undir hestinum, hvort þeir komast lífs af. Árlega drukkna menn í lygnu við landsteinana, af því að þeir eru ósyndir. Sunclið er íþrótt íþróttanna, og og enginn íslendingur má ósyndur vera. Um flesta afreksmenn á gullöldinni var þess getið, að þeir voru syndir sem sel- ir. Konur og börn voru og sundfær. Á hnignunar- og eymdaröldum Islendinga förlaðist þeim sundið, eins og önnur manndáð. Nú er aftur áhuginn vaknað- ur, og syndum mönnum fjölgar stórum árlega. íþróttasamband Islands og sund- félög eiga skilið heiður og þakkir. Sund- laugar eru byggðar og kennsla fer fram á fleiri og fleiri stöðum. Þó er langt frá því, að vel sé. Hver einasti maður þarf á ungum aldri að læra þessa yndislegu íþrótt, sem tekur öllum öðrum fram að því leyti, að veita í einu heilsubót, skemmtun og húð- hreinsun. Betri fyrirlestrar. Frægur fyrirlesari var á ferð. Hann var fenginn til að tala í þorpi einu. Eftir að hafa lialdið ágætt erindi, var honuni rétt borgunin fyrir ]iað. En hann hafði komist að því, að nokkrir erfiðleikar höfðu verið á greiðslunni, svo að hann rétti peningana til baka og hað að verja þeim til góðgerða. Eorráðamennirnir fóru inn í apnað herbergi, réðu þar ráðum sínum, komu svo út aftur og kváðust liafa samþykkt að þyggja féð og stofna með því sérstakan sjóð. Fvrirlesarinn vildi vita, í hvaða tilgangi ætti að nota sjóðinn. Hinum var fyrst orðfall, en loks sögðu þeir, að það ætti að verja honum, til þess að fá betri fyrirlesara næsta ár. ¥ * ¥ Latínunám. Móðir: Þér verðið að skilja það, skólastjóri, að ég vil láta son minn fá afhragðs menntun. Einkum vil ég að hann verði góður i latínu. Skólastjóri: Alveg. eins og þér óskið, frú mín góð, þó að latína sé nú raunar dauð tunga. Móðir: Já, þess þá heldur, því að sonur minn á einmitt að verða útfararstjóri. .

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.