Unga Ísland - 01.01.1933, Qupperneq 11

Unga Ísland - 01.01.1933, Qupperneq 11
UNGA ÍSLAND 7 læra ljósmóðurfræði. Að því námi loknu, fluttist ég að Espihóli. Einn dag í góðu veðri var ég syðst á túninu að hreinsa. Voru margar kýr á beit þar skammt fyrir sunnan, og þekkti ég þar Hyrnu, því að Litli-Hóll er næsti bær fyrir sunn- an Espihól, sem í daglegu tali er1 nefnd- ur Stór-Hóll. Þegar ég þekkti Hyrnu, kallaði ég til hennar og sagði: „Kerlingin mín“. Bjóst ég ekki við, að hún myndi þekkja mig, þar sem hún hafði ekki séð mig í heilt ár. En Hyrna reisti óðara höfuðið og lagði af stað til mín, og lagði höfuðið á öxlina á mér og undir vanga minn. Guðrún Jóhannesdóttir. Kveðja. Sú breyting, se mverður á Unga íslandi me'fí þessu ári, mun verSa öllum vinum þess mikið gleðiefni. Nú mun það flytja fjölbreyttara lesefni en áður, þar sem það hefir tvöfaldast að stærð og er nú tvær heilar arkir á mánicði hverjum, eða 16 síður. — Önnur breyting er sú, að Arngrímur kennari Kristjáns- son liefir gerst samverkamaður minn við ritstjórn blaðsins. — Með innilegri ósk um gleðilegt ár og þökk fyrir öll hin liðnu. Steingr. Arason. FRUMDRÆTTIR SÖGU. Málarinn drégur frumdrætti að mál- verki sínu. En frumdrættir eru fyrstu strikin, sem dregin eru á léreftið. Hver saga á einnig sína frumdrætti. Það eru aðalatriði sögunnar, sem hægt er að segja í fám orðum. Allt annað í sögunni, mannlýsingar, frásagnir um smáatvik, er ofið utan um þessa frum- drætti, og þannig verða lýsingarnar einskonar brú á milli frumdráttanna, og gera söguna að heildar mynd. Einni deild í barnaskóla voru nýlega gefnir þessir frumdrættir að sögu, og skyldu börnin skeyta þá saman og nota þá í uppistöðu að sögu, er þau rituðu sjálf: 1. Dreng langar mjög mikið til að eignast reiðhjól. 2. Hann leggur til hliðar mánaðar- lega ákveðna fjárupphæð, í því skyni að kaupa sér reiðhjól. 3. Þegar drengurinn hafði safnað nægri fjárupphæð fyrir reiðhjólið, hættir hann við að kaupa það, en gefur mömmu sinni kápu. Hér birtist sagan, sem ofin var utan um þessa frumdrætti: Góður drengur. Einu sinni var drengur, sem hét Gunnar; hann var 12 ára gamall. Gunn- ar var sendisveinn í búð, en hann hafði ekki nema svo vont hjól, til þess að sendast á, og langaði hann því til að eignast hjól sjálfur. Hann tók sig þá til og byrjaði að safna fyrir hjóli. Hann fékk alltaf 5 krónur af kaupinu sínu mánaðarlega, og mátti hann eiga þær sjálfur, en hitt lét hann mömmu sína fá.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.