Unga Ísland - 01.01.1933, Page 12

Unga Ísland - 01.01.1933, Page 12
8 UNGA ÍSLAND Mamma hans var ekkja, og var hún mjög fátæk. Hún hafði ekki áðra at- vinnu en þá, að hún gerði hreint og þvoði þvotta fyrir fólk. Hún átti ann- an lítinn dreng, sem ekki var nema 5 ára. Hún hafði því orðið að sjá fyrir tveimur drengjum, óg var hún því orð- in þreytt á því, að ganga út í bæ næst- um því á hverj um degi; en ..nú var Gunnar farinn að vinna, og þurfti hún því ekki að vinna eins mikið. Einn dag, þegar farið var að hausta, kom mamma hans heim. Hún hafði ver- ið að vinna einhvers staðar úti í bæ. Henni vár mjög kalt, því að kalt var í veðri, og hún átti ekki nema svo skjól- litla kápu. Einhver hafði gefið henni gamla kápu, þar sem hún hafði verið að vinna. Mamma hans fór nú að tala um það, að gott væri nú að eiga hlýja kápu undir veturinn, en það þýddi nú lítið að tala um það, það væru ekki svo miklir peningar til núna. En þegar Gunnar fór að hugsa um kápuna hennar mömmu sinnar, þá fannst honum miklu nær að gefa mömmu sinni kápu, heldur en að kaupa hjól; hann gæti nú svo sem notast við gamla hjólið, þangað til seinna, að hann hefði meiri peninga. Svo afréð hann að hætta við að kaupa hjólið, en fór niður í búð og keypti bæði fallega og hlýja kápu fyrir peningana, sem hann ætlaði að kaupa hjólið fyrir. Og hann var miklu ánægðari, þegar hann sá, hvað mamma hans varð glöð yfir því, að fá svona fallega og góða kápu, heldur en þó að hann hefði fengið hjólið. En þó að mamma hans væri glöð yfir því, að fá kápuna, þá var hún enn- þá glaðari yfir því, að eiga svona góðan dreng. Guðrún Jakobsdóttir. 12 ára. Hér fara á eftir frumdrættir að sögu, og eru það vinsamleg tilmæli ritstjórn- arinnar, að lesendur riti sögu, þar sem þessir frumdrættir eru lagðir til grund- vallar. Og ef vel tekst, væri oss þökk á, að þeir sendu oss sögurnar. Besta sag- an verður birt í blaðinu, og fyrir hana verða veitt verðlaun. Frumdrættir: 1. Litla stúlku langar til að 'sækja sundnámskeið, sem haldið er í sveitinni. 2. Fær ekki að fara. 3. Frændi úr Reykjavík kemur og fær pabba og mömmu til að leyfa telpunni að sækja námskeiðið. 4. Sundnámskeiðið. • 5. Seinna um sumarið bjargar stúlk- an yngra bróður sínum frá drukkn- un. — Tilraun. Deyjandi eiginkona: -Ég get ekki hugsað til að hvíla í gröfinni annars staðar en á æsku- stöðvum mínum. Eiginmaðurinn (sem ofbýður flutningskostn- aðurinn) : Það er sjálfsagt, góða mín, að flyt.ja |)ig þangað, ef þú getur ekki hvílt hér í friði; en ég vil nú samt að við reynum hitt fyrst. * * * Slæmur kvilli. Eiginkona: Herra læknir, eru engin ráð til að lækna manninn minn ? Hann talar svo mik- ið upp úr svefninum. Og svo talar hann svo voða óskýrt. * * * Helgidagavinna. Kennarinn: Ef hænurnar á Hóli verpa sex eggjum til jafnaðar á dag, hve mörgum eggj- ttm verpa ]iær á viku ? Jcnsi (eftir fárra mínútna heilabrot) : Kenn- ari, verpa hænurnar líka á helgidögum ?

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.