Unga Ísland - 01.01.1933, Qupperneq 13

Unga Ísland - 01.01.1933, Qupperneq 13
UNGA ÍSLAND 9 ************** *************** í Frá lesendunum. í * * * * ******** ******** Litla músin. Einu sinni voru menn á ferð í Síberíu. Það var svo mikið frost, að maturinn fraus. Svo fundu þeir svolítið skýli, sem enginn maður var í. Þeir kveiktu upp eld og elduðu sér mat. Svo sáu þeir ofurlitla mús, sem var alveg að deyja úr kulda, af því að það var svo kalt. Mennirnir bjuggu til breiður úr tágum, og gáfu músinni kexmola, svo að hún gæti lifað. Litla músin varð glöð og þakklætið skein út úr litlu, svörtu augunum hennar. Elín Kaaber endursagði. 10 ára. Góðir vinir. Eg ætla að reyna að skrifa nokkur .orð um snjótittlinga, sem voru á svölunum á húsinu, ]>ar sem ég átti heima í nokkur ár. Eghafði gaman af að horfa á þá; ]>eir hlupu til og frá, settust niSur augnablik, iðuðu af fjöri og voru alltaf að líta kringum sig og hlumi dauðhræddir burtu, ef þeir heyrðu nokk- urt hljóð. Þegar ég kom út í dyrnar á svölunum, lmikku béir í burtu, en komu fljótt aftur, þeg- ar ég var búinn að gefa þeim brauðmolana, sem ég var með í böndunum. Þeir voru ánægðir yf- ir matnum. Þeo,ar ])eir voru orðnir mettir, þá settust ]>eir allir á mænirinn á húsinu, og virtust þeir mjög þakklátir fyrir gjöfina. Jörundur Þorsteinsson 8 ára. Hjálpin. 1 París .í Frakklandi mega hestar ekki hafa skaflaskeifur, því að göturnar eru svo fínar. Einu sinni var hestur að ganga á götunni og rann allt í einu, því að göturnar voru svo sleip- ar.Fólk þyrptist að úr öllum áttum, til þess að hjálpa hestinum, til þess að standa upp, en hann ra.nn jafnóðum aftur. Þá kom þar að japanskur maður. Hann sá hestinn, og hvern- ig hann var staddur. Hann fór úr treyjunni sinni, og lagði hana undir fæturna á hestinum. Svo gat hesturinn staðið upp. Japanski maðurinn var horfinn, áður en ek- illinn gat þakkað honum fyrir hjálpina. Magnús L. Jónsson endursagði. 13 ára. Minnið. Þegar hinn frægi stjórnmálamaður Banda- ríkja, W. E. Borah, var að byrja lögfræðistörf sin, vildi til eftirfarandi viðburður. Tveir járnsmiðir unnu saman. Annar. þeirra var yfin 6 fet á hæð og 250 pund á þyngd, en hinn var lítill, eins og fermingardrengur. Sá litli hevrði eitt sinn stóra járnsmiðinn tala óvirðulega um konu eina, og reiddist svo mikið, að hann greip fjórtán þumlunga langa járntöng o<r sló hann í höfuðið, svo að liann var'dreginn út dauðvona. Litli járnsmiðurinn fékk Borah til að verja mál sitt. Gekk þeim fyrst lengi vel mjög illa. Hinn kærði komst nú aftur á fætur, og kom hann nú sjálfur fyrir réttinn. Var hann Iát- inn standa fyrir framan lögmannssætið, en bak við hann stóð sá litli, og datt mörgum í hug Davíð og Golíat. Sá stóri heimtaði stórfé í skaðabætur, eink- um vegna ])ess, að hann hefði næstum því alveg tapað minninu. Það eina, sem virtist eftir af því var, að hann hefði aldrei talað illa um nokkurn mann, allra síst konu. Borah bað nú litla manninn að sýna, hvern- ig hann hefði farið að slá niður svona heljar- stóran mann. .Litli maðurinn tók þá| upp örlitla hjólhesta- töng úr vasa sínum og sló í höfuð hins. „Þetta er ekki töngin, sem hann barði mig með“, æpti sá stóri. „Nú, hvemig var hún“, sagði Borah. „Hún var 14 þuml. löng. Eg hef séð hana margsinnis í —“. „Já, en minni yðar, minni yðar, munið eft- ir minninu vðar, maður“, sagði Borah. Eftir þrjár mínútur var búið að láta hinn ákærða lausan.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.