Unga Ísland - 01.01.1933, Side 15

Unga Ísland - 01.01.1933, Side 15
Þetta listaverk er gert til minningar um Snorra Stnrluson. honum var sagt. En svo leið tíminn og ekki kom Einar. Faðir hans fór því út í hlöðu, til að gá að honum, en Einar var þá ekki byrjaður á að troða í meis- ana, heldur sat hann klofvega á einum meisnum og horfði í gaupnir sér. Faðir hans gekk til hans, klappaði á öxliná á -honum og sagði: „Um hvað ertu nú að hugsa, Einar minn?“ „Ég er að hugsa um hvað þið eigið bágt, pabbi og mamma að eiga mig, sem aldrei verð að manni.“ Hjásetan. Það kom í hlut Einars, eins og ann- ara sveitabarna, að sitja yfir kvíaám, því að þá var fært frá á Galtafelli. Einu sinni sem oftar var hann að sitja yfir austur í fellinu með bróður sínum, sem var nokkrum árum yngri. Þá gleymdi Einar sér, eins og svo oft áður, við að horfa á myndirnar í klettunum, og reyndi hvað eftir annað að sannfæra litla bróður sinn um, að þarna vseri skýr mynd af útilegumanni, og þarna væri líka haus af hesti. En litli bróðir hans, sem hét Bjarni, sá ekki þessar myndir og það féll Einari illa. Hann fór að teikna þær með smalaprikinu sínu í leirflagið, sem þeir stóðu í, og í þetta skipti hefðu þeir sleppt öllum

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.