Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 11
UNGA ISLAND 93 in, sum úr bréfi, sum úr tré. Öll voru þau okkar eigin smíði og einföld að gerð. Peningarnir voru glerbrot, en vörurnar hitt og annað einskisvert dót. Þegar ís kom á dæld þessa, var hún afbragðs leikvöllur. Aldrei eign- uðumst við eldri bræðurnir skauta, en leggi áttum við. Skemmtilegustu leikirnir á ísnum voru kappreiðar og burtreiðar á kýrhausum. Riddarinn sat á kýrhausnum og stjakaði sér áfram með broddstaf, og gat farið flughart, ef ísinn var háll. í burt- reið var það listin, að stinga brodd- stafnum í kýrhausinn, sem hinn kappinn sat á, svo snöggt, að hann þeyttist undan honum, en kappinn sæti eftir á svellinu. Það var fjörug- ur og skemmtilegur leikur og all- mjög hlegið. Öðrum megin við tún- ið var á í mörgum kvíslum, í eyjun- um milli kvíslanna var mikið fugla- líf og yndi okkar á vorin. Egg tók- um við til matar og þótti fengur í, því að matur var ekki of mikill og fátt um sælgæti. Því var alveg hætt, er okkur óx vit og þroski. Lækur rann við túnið, sem í voru smádýr, hornsíli og brunnklukkur o. s. frv. Fólkið sagði, að þetta væru eitur- pöddur, brunnklukkan mjög skæð, ef hún kæmist ofan í mann, æti hún úr honum lifrina, og væri svo lífseig, að hún væri ódrepandi. Við þorðum ekki annað en kreista aftur munninn, þeg- ar við sáum þessa óvætti. Samt lang- aði okkur að reyna, hversu lífseig hún væri. Við náðum einni, létum í bolla, helltum á steinolíu, og kveikt- um svo á og lét hún þar líf sitt. En við misstum fyrst alla „respekt“ fyrir henni, þegar við fundum hana í maga á hornsíli, sem við veiddum og skár- um upp til þess að vita á hverju það lifði. Blóm þótti okkur mjög vænt um, en blómrækt var þá engin, og ekki gátum við fengið að vita nöfn á nærri öllum, sem við fundum, þang- að til við fórum að geta hjálpað okk- ur með grasafræði Odds Hjaltalíns, sem telur flestar íslenskar jurtir og raðar eftir Linné kerfi. í sláturtíðinni á haustin söfnuðum við kögglum úr kindum og höfðum fyrir sauðfé, en kjálka fyrir hesta, og byggðum hús yfir. Slíkt var almennur háttur barna. Víða voru það þó sauðfjárhornin, sem börn söfnuðu, og helst sá siður enn í dag. Það er ekki altaf gott að vera í prjónakjól.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.