Unga Ísland - 01.06.1935, Page 17

Unga Ísland - 01.06.1935, Page 17
Ö9 UNGA ÍSLAND Barnsleg sorg. Æfintýr eftir H. C. Andersen. Ég sá litla telpu grátandi. Hún grét yfir vonsku veraldarinnar. Hún hafði fengið að gjöf einhverja feg- urstu brúðu, sem sést hefir. Hún var svo vel klædd, að allir dáðust að því. Hún var gleðinnar barn. En bræður litlu stúlkunnar voru stórir og stríðn- ir. Þeir tóku brúðu litlu telpunnar og hengdu hana upp í hátt tré, þar í garðinum. Síðan hlupu þeir burtu. Litla stúlkan gat ekki náð brúð- unni sinni. Hún gat ekki með nokkru móti hjálpað henni niður úr trénu, og þess vegna grét hún. Brúðan grét líka. Hún teygði út handleggina milli grænu greinanna og var aumkv- unarverð á að líta. Já, þetta var mót- lætið, sem móður hennar var svo tíð- rætt um, að kæmi fyrir menn í þess- ari veröld. Ó, aumingja brúðan mín. Það var farið að skyggja af kveldi, og bráð- um datt á nóttin. ,,Brúðan mín getur ekki verið ein úti í trénu alla liðlanga nóttina. Ég get ekki með nokkru móti hugsað «1 þess. Ég verða að vera hjá þér“, sagði telpan, þó að hún væri nú hálf- myrkfælin. Henni var þegar farið að sýnast, að álfarnir væru að gægjast út úr runnunum. Þeir voru með upp- rnjóar húfur. Og langar vofur sá hún úansa niðri í trjágöngunum. Þær nálguðust óðum. Þær teygðu hend- urnar upp í trjálimið, þar sem brúð- an hékk. Og þær hlógu og bentu á hana. Æ, æ, en hvað litla brúðan var hrædd! ,,Sá, sem hefir enga synd drýgt, getur verið óhultur", sagði litla stúlk- an, „ekkert illt getur grandað hon- um. Ætli ég hafi drýgt einhverja synd?“ Og hún fór að rifja það upp fyrir sér. ,,Ó-jú, ég hló að vesalings öndinni, sem var með rauðu tuskuna um fót- inn. Hún haltraði svo skringilega, og þess vegna fór ég að hlæja. En það er synd að hlæja að skepnunum“. Og telpan litla leit upp til brúðunn- ar. „Hefir þú líka hlegið að skepn- unum?“ spurði hún. Og það var engu líkara en brúðan hristi höfuðið. En rétt í þessu rak á vindhviðu, og brúðan stökk niður úr trénu og kom heil niður á jafnsléttu. Hallgrímur Jónsson íslenskaði. ------—-— Gátur. 1. Hver er það, sem ekki er bróðir minn, ekki er systir mín og er þó barn móður minnar? 2. Þú átt það en aðrir nota það þó meira en þú sjálfur. Hvað er það? 3. Maður nokkur átti 6 dætur, hver dætranna átti 1 albróður. Hve mörg börn átti maðurinn? 4. Hver hefir jafn mörg augu og hann hefir lifað marga daga? Jón D. Jóhannsson, Siglufirði.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.