Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 3
(JN6F) l5L(=mQ
2. hefti Reykjauík, febrúar 1936
31. árg
Um háttafímann.
Leikrit í þrem þáttum.
Leikendur:
Óli Lokbrá,
Bíbí,
Elsa,
Tveir varðmenn,
Drottningin,
Tvær hirðmeyjar,
Konungurinn,
Ráðherrann,
Hirðfólk,
Börn.
1. ÞÁTTUR.
Óli Lokbrá situr á steini og mokar
sandi í pokann sinn. Rétt hjá situr Bíbí
og fléttar keðju úr blómum og raular:
,,Bíbí og blaka“.
Ó 1 i L o k b r á
(axlar poka sinn): Jæja, Bíbí tetrið,
það er gaman að hlusta á söng þinn, en
það dimmir óðum og ég verð að fara
að vinna.
Bíbí :
Já, pabbi, börnin eru farin að bíða
eftir okkur.
(Elsa kemur hlaupandi inn lafmóð).
Bíbí :
Hver er þetta ?
E 1 s a
(án þess að skeyta um Bíbí): Ertu Óli
Lokbrá, sem sáldrar sandi í augu barn-
anna, svo þau syfji?
Ó li :
Já, sá er maðurinn og þetta er hún
Bíbí litla dóttir mín. Hvað er þér á
höndum, barnið gott?
E 1 s a :
Ég er komin til að aðvara þig. Kon-
ungurinn er þér voða-reiður. Hann hef- •
ir sent hermenn sína til að taka þig
fastan. — Góði, flýttu þér á brott, svo
þeir nái ekki í þig.
Óli :
Er konungurinn reiður við mig, enn
einu sinni? Hvers vegna?
E 1 s a :
í öðrum löndum ertu kærkominn gest-
ur, en þú veist að þetta er ríki glaums-
ins. Konungurinn er allur upp á rallið.
Þessa vikuna heldur hann upp á ríkis-
^tjórnar-afmæli sitt. Fram undir morg-
un á að vera glaumur og gleði. Enginn
má þreytast eða fara í rúmið. Hans há-
tign hafði látið það boð út ganga, að
börnin ættu að dansa fyrir hirðina á
hverju kvöldi. En fjórða kvöldið, Ólaf-
ur minn, vorum við orðin steinupp-
gefin.
Óli :
Nú fer ég að kannast við þig. Fjórða
kvöldið vorkenndi ég þér og hinum
krökkunum og lét ykkur renna í brjóst.