Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 8
UNGA ISLAND 18 gleggsta dæmi um það, hvernig þróun- in hefir orðið í vöruskiftum þjóða á milli, eftir því, sem aldirnar hafa liðið. Árið 1262 gera íslendingar hinn alkunna samning, gamla sáttmála, við Hákon gamla Noregskonung. Þar var tilskilið, að konungur skyldi sjá til þess, að eigi færri en sex kaupskip skyldu sigla á ári hverju milli Islands og Noregs. Hvert þessara kaupskipa um sig munu ekki hafa borið meira vörumagn en sem svarar því, er nú er flutt með stórum mótorbát (25—30 tonnj. Um miðja 13. öld átti því þessi litli skipastóll að fullnægja vöru- og fólks- fluttningi frá landinu og til þess. Af þessu sjáum við, að vörufluttningur til landsins hefir Verið áætlaður um 150— 180 smálestir. En nú, nærri 7 öldum síðar, er svo komið, að það mun láta nærri, að á hverjum degi að meðaltali, allan ársins hring, sé skip að halda úr höfn til annarra ianda, eða þá koma til hafnar frá útlöndum. Nú eiga Islendingar sjálfir mikinn hluta þess skipastóls, er flytur vörur á milli íslands og annarra landa. Stærsta skipafélag landsins, Eimskipafélag Is- lands, á 6 skip, og er burðarmagn þeirra allra, miðað við venjulegan fluttning, 5500 smál. Síðastliðið ár nam verðmæti útfluttr- ar vöru 43,881,000 kr., en á sama tíma var keyptur erlendur varningur fyrir 42,600,000 kr. Útflutt þungavara er að- allega þessi: Dettifoss, stærsta skip Eimskipafélags íslands.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.