Unga Ísland - 01.02.1936, Side 10

Unga Ísland - 01.02.1936, Side 10
UNGA ÍSLAND 20 Við skulum róa í rökkrinu. Efiir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Frh. „Nei, áttu þetta fallega barn, heill- in!“ hrópaði hún og rak upp stór augu. Síðan skoðaði hún drenginn í krók og kring, og rýndi meðal annars langa stund í lófa hans. Svo tautaði hún afarlágt og klappaði barninu á kinnina: „Eg mun verða að hjálpa þér stúfur sæll, ef þú átt ekki að fara illa“. En við Ástu sagði hún: „Þakka þér hjartanlega fyrir allar góðgerðirnar, en þú verður að eiga þóknunina hjá mér, því nú er eg að fara“. hún augum, er upp í loftið dró. Þótti mér þetta all-einkennilegt að sjá. Ég gekk nú spölkorn um á fjallinu, og fann ég þá hrafntinnumola og stakk þeim í vasa minn; fleira fann ég þar einnig afbrigðilegra steina. — Einnig rakst ég þar á litla kaldavermsl-upp- sprettu á berum melnum, og kraup ég niður að henni og svalaði þorstanum. Eftir að hafa notið útsýnisins og ein- blínt hvaðanæva, fór ég að hugsa til niður- og heimferðar, þótt annað væri mér ljúfara. Mér gekk ágætlega niður; ég hoppaði stein af steini og tó af tó. Við og við varð ég að garga í hundinn, svo að hann þyti ekki í fé, en til þess var hann út- setinn, eins og gengur og gerist. Að endingu kom ég heim og var það í þann mund, er sólin gekk til viðar og kvöldsvalinn þaut yfir byggðir. Minningarnar frá þessari fjallferð mun ég lengi geyma, og það að verð- leikum. Baldur Pálmason. „Viltu ekki nesti?“ spurði Ásta. „Nei, þess þarf eg ekki. Eg sníki mér bara á bæjum“, svaraði hún og rétti fram höndina. „Vertu nú bless- uð og sæl, góðin mín, og mundu það, að ef þér liggur lífið á, þá skaltu kalla eins hátt og þú getur: „Hjálp- aðu mér nú! Hjálpaðu mér nú, Heiða- brokka gamla!“ Síðan snaraðist sú háaldraða fram göngin miklu léttstíg- ari, en þegar hún kom, og Ásta sá ekki urmul af henni, hvernig sem hún svipaðist um eftir henni. Það var engu líkara, en jörðin hefði gleypt þetta undarlega gamalmenni. — En um kvöldið skýrði bóndi svo frá, að hann hefði séð af engjunum, aldraða konu í skrautlegum litklæðum, er gekk upp fjallabrekkurnar og hvarf inn í björgin langt fyrir vestan bæinn. Nú tók mamma sér málhvíld, og við Grímsi vorum ekki seinir á okkur, að skjóta fram spurningum: ,,Var þetta þá Gomsugemsa? Eða huldukona? Hvers vegna hvarf hún Ástu?“ „Hvernig stóð á því að hún þóttist þurfa að hjálpa drengnum, ef hann ætti ekki að fara illa“, gall við í Gógó litlu. „Bíðið þið róleg“, sagði mamma, reri áfram og prjónaði sem ákafast. Hún var að rifja upp fyrir sér sög- una, og eftir nokkur augnablik hélt hún áfram: „Nú líður og bíður, og ekkert markvert ber til tíðinda, fyrr en um haustið, þá þurfti bóndi að fara í ferðalag, lét hann vikapiltinn, sem var hjá þeim, fylgja sér fram í sveit, og mælti svo um við konu sína, að pilturinn skyldi verða kominn til baka, áður en rokkið yrði. — Ásta var því öldungis óhrædd að vera ein

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.