Unga Ísland - 01.02.1936, Page 11
21
UNGA ÍSLAND
í bænum með barninu sínu á meðan,
því að hún vissi, að illvætti eru sjald-
an á ferli, fyrr en sól er sest til viðar.
En samt hélt hún sig innanbæjar all-
an daginn, við ýmiskonar störf, því
að hún vildi ekki yfirgefa drenginn
sinn eitt augnablik. —
Nú kvöldar að, og síðustu geislar
sólarinnar roða skýin í vestri yfir
heiðarbrúninni. Ekki kemur vikapilt-
urinn til baka, og var þó orðið von á
honum fyrir löngu. — Ásta svæfði
barnið og lagði það í litlu vögguna.
Síðan brá hún sér út á hlað, til að
skyggnast um eftir piltinum. En það
sást ekkert til ferða hans. Aftur á
móti kom hún auga á það, að allar
kýrnar hennar voru teknar á rás af
túninu, og stefndu vestur engjarnar í
áttina til heiðarinnar. Henni þótti
þetta kynlegt í meira lagi, þar eð
kýrnar voru vanar að una heima við,
og tók hún sig því til og stökk á eftir
þeim, norður og vestur allar engjar,
og komst loks fyrir þær, eftir mikinn
eltingarleik, og sneri þeim heim á
leið. En þá heyrir hún allt í einu ein-
hverjar undarlegar dunur og dynki,
eins og eitthvert ógurlegt ferlíki væri
á hlaupum þarna í grendinni. Þóttist
hún vita, að ekki væri allt með felldu,
skildi við kýrnar og flýtti sér sem
ttiest hún mátti til bæjar. En þegar hún
kemur heim, sér hún sér til mikillar
skelfingar, að glugginn er brotinn úr
baðstofunni, og barnið hennar horfið
úr vöggunni. Hún leitaði örvingluð að
bví um allan bæinn, en auðvitað var
bað árangurslaust. Þá komu henni í
bug orð kerlingarinnar frá því um
sumarið, hún hljóp því út á hlað og
^stlaði að kalla á Heiðabrokku, en
heyrir þá tröllslegan hlátur frá Gapa,
og síðan var þessi ljóta vísa kveðin
með þrumuraust og bergmálaði hátt
í fjallinu við kveðskapinn:
„Hóhó og hæhæ
hérna ei' krakkinn
og korriró.
Déskoti er hann feitur
drengurinn sá arna
og dillidó“.
Þá skildi Ásta hvers kyns var:
Gomsagemsa var aftur flutt í Gapa,
búin að ræna barninu hennar og ætl-
aði sér að steikja það á glóandi tein-
um. Vesalings heiðarkonan hrópaði
því í dauðans angist hvað eftir ann-
að: „Hjálpaðu mér nú, hjálpaðu mér
nú, Heiðabrokka gamla!“
Allt í einu stóð ung og tígulega
huldumær hjá henni og spurði þýð-
lega: ,,Hvað viltu að eg geri?“
,,Ekki ert þú Heiðabrokka“, sagði
Ásta og horfði ráðþrota á þessa fögru
mey.
„Nei“, svaraði hún, „eg er dóttur-
dóttir huldudrottningarinnar, sem
stundum kallar sig Heiðabrokku, þeg-
ar hún býst í gerviklæði. Hún gat
ekki farið sjálf, af því að hún var
lasin, og sendi mig fyrir sig. — Hvað
viltu að eg geri?“
„Hjálpaðu mér til að frelsa barnið
mitt frá óvættinni Gomsugemsu!" —
Þá kallaði huldumærin og blæs í
f lautu: %
„Dularklæði, dularklæði
dvergar mínir fljótt.
Gomsagemsa skal deyja
í Gapanum í nótt“.
1 sömu andránni komu sex dvergar
svífandi, og báru einkennilegt klæði