Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 12
UNPxA ÍSLAND 22 í höndum. Mærin sveipaði því um Ástu, tók síðan í hönd hennar og sagði: „Vertu alveg óhrædd að koma með okkur, því nú sér Gomsagemsa þig ekki“, og síðan svifu þau öll í loftinu til fjalla, og eftir fáein augna- blik stóðu þau í Gapahelli. Þar klifr- uðu þau inn löng og þröng göng, er lágu inn úr hellinum, eftir dálitla stund sáu þau inn í berghvelfinguna miklu, þar sat skessan á steinhnull- ungi og var að byrja að afklæða drenginn, en skammt frá henni logaði eldur á stó, og voru glóandi járntein- ar yfir hlóðunum. Ásta ætlaði að æpa upp yfir sig, er hún sá þetta, en huldumærin þaggaði niður í henni, rétti dvergunum öskjur, fullar af dufti, og hvíslaði einhverju að þeim. Þeir hurfu á svipstundu. — Síðan sneri hún sér að Ástu og sagði: „Hingað til hefir engin kona þorað að gera það, sem eg ætla nú að leggja fyrir þig, og þess vegna er Gomsa- gemsa enn við lýði. Ef þú vilt ná barn- inu þínu óskemmdu úr klóm hennar, þá verður þú að ganga hiklaust inn í hvelfinguna, þegar eg skipa þér það. Tröllin sjá þig ekki, vegna dular- klæðisins, en þú verður að gæta þess að láta ekki óvættin koma við þig, því það getur verið mjög hættulegt. Svo tekur þú drenginn, þegar skessan leggur hann frá sér, sveipar hann undir dularklæðið og hleypur til mín; en gæta verður þú þess, að láta þér ekki skrika fót, hvorki í hvelfingunni, eða þegar við flýjum fram göngin, því að Gomsagemsa er stórstíg, og þar að auki getur hún gert göngin helmingi víðari ef hún vill, og hlaupið nær því hiklaust fram þau. — Ef þú þorir að gera þetta og fylgir ráðum mínum, þá getum við frelsað barnið þitt, og kálað tröllin, svo að þau gangi ekki framar hér á slóðum og drýgi önnur eins ódæði og þau hafa gert hingað til“. ,,Eg skal gera allt sem þú segir“, tautaði Ásta einbeitt á svipinn, og svo biðu þær eftir tækifærinu. — Loks var óvættin búin að afklæða drenginn; hún sleikti út um afar- gráðug á svipinn og kallaði: „Komið hingað Skrönglinskrangli og Skrípikló. Við skulum éta krakkann, krakkann og korriró". Þá komu tveir, ógeðslegir, ljótir og loðnir tröllastrákar úr einu skotinu. Annar hafði feikna langt skott, þakið skeljum eins og á sæskrímsli, og glamraði hátt þegar hann dróg drasl- ið eftir grjótinu, hinn var ósköp lág- vaxinn og geysilega breiðleitur, nefið á honum var uppbrett að framan og kolsvört varta á því; hann var mjög skrípalegur ásýndum. „Nama namm! Kjöt í steik“, sögðu þeir flissandi og augun ætluðu út úr þeim. Svo fóru þeir að hoppa og dansa á „hallargólfinu“ af eintómri tilhlökk- un. — „Farðu nú“, skipaði huldumærin, og Ásta læddist á stað. Gomsagemsa horfði með velþóknun á syni sína, þar sem þeir skeiðuðu og skoppuðu með trommi og trillum; síð- an stóð hún á fætur með drenginn, og ætlaði að leggja hann á steikartein- ana, en þá slokknaði eldurinn og teinarnir urðu kaldir á augabragði, og það dimmdi í hvelfingunni, því að-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.