Unga Ísland - 01.12.1937, Síða 5

Unga Ísland - 01.12.1937, Síða 5
143 UNGA ÍSLAND Sólveig leit alvarlega yfir hópinn og mælti: „Maja grætur út af yfirsjón okkar allra.“ Undrunin óx á hverju andliti. — „Maja grætur út af því, að Pétri gamla var ekki gefin nein jólagjöf,“ sag'ði hús- freyja lágt og alvarlega. Undrunarsvipur fólksins breyttist í vandræðasvip. — Allir fundu til þess, hver með sjálfum sér, að Pétur hafði orðið út- nndan, jafnvel á þessu kvöldi. „Hvað vilt þú gefa Pétri, Maja mín!“ sagði faðir hennar og klappaði hlítt á koll- inn á henni. „Jólatré með ljósum,“ svaraði Maja, og glaðnaði við. „En við liöfum ekki annað jólatré en þetta,“ sagði faðir liennar. — „Má ekki taka af því eina grein! spurði Maja. „Jú, það er hægt, greip móðir hennar fram í. Hjónin hjálpuðust að því. Þau tóku þrjár smágreinar, svo lítið bar á. Pestu þær á þríálmaðan kertastjaka, sem stóð á borðinu, og réttu svo Maju hann. Maja tók við lionum giöð í bragði, og lagði af stað til herbergis Péturs gamla. Pétur sat á rúminu sínu, þegar Maja kom inn. Hann starði sljóum augum á hana, og þrjú logandi ljósin, sem liún bar. „Hérna kem ég með jólagjöf til þín, frá okkur öllum,“ sagði Maja og lét kertastjak- ann á borð, sem stóð við fótagaflinn á rúmi Péturs. Pétur starði á Maju, en sagði ekkert. ,,Ég var að segja,“ endurtók Maja og hækkaði röddina lítið eitt, „að þetta væri .iólagjöf frá okkur öllum, — til þín.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Pétur gamli, tárin komu fram í augu hans. — „Ég gat ekki fengið kærkomnari jólagjöf núna,“ bætti hann við í lægri róm. „Guð gefi þér gleðileg jól,“ sagði Maja og gekk út úr herberginu. Eft-ir að Maja var farin, starði hann eingöngu á ljósin þrjú. Löngu liðnir at- burðir komu fram í huga hans. Hann sá lítinn dreng með ljósa lokka leika sér í þröngri og óvistlegri baðstofu- kytru við að byggja sér hús úr spilum. — Byggingin gekk illa. Húsið hrundi alltaf löngu áður en það var að fullu byggt. Fleiri atburðir, tengdir jólaminningun- um,.komu fram í huga Péturs. — Greini- legast mundi hann eftir aðfangadags- kvöldi jóla fyrir 30 árum. Hann var að koma inn frá því að hirða skepnurnar. — Konan hans kom ekki fram

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.