Unga Ísland - 01.12.1937, Page 9
U1
UNGA ÍSLAND
tekið við þeim. Gamallt hró á hvort sem
er einu sinni að deyja. Það er ekki víst,
að það sé verra að sálast úr kulda og
díorti, en rnörgu öðru“.
„Svona máttu ekki láta“, hrópaði Maja
litla óttaslegin. „Nei, ég .meinti ekkert með
þessu, Maja mín“, sagði gamli maðurinn
g'óðlátlega. „Mér þyldr bara undur vænt
um blessaðan klárinn minn“, bætti liann
við. Og Jói gamli þurrkaði burt tár úr
augnakrókunum með liandarbakinu. Hann
vildi ekki láta litlu stúlkuna sjá, að liann
væri að gráta. „Þegar jólin koma, þá verð-
ur allt gott“, sagði hún með broslegu ör-
yggi. “Já, Við skulum æfinlega vona allt
hið besta“, sagði gamli jnaðurinn. —
Maja kvaddi og flýtti sér niður í verslun H.
Þéturssonar. En hún bað ekki um brúðu-
liaus, eins og hún liafði ætlað sér, lield-
Ur um einn happdrættismiða. Ef ske kynni
uð.. . . í hljóði bað hún guð að stýra
hendi sinni, er hún valdi miðann. Miðinn
sem hún hitti á var nr. 872. Hún borgaði
°g krónan hennar hvarf ofan í skúffu
húðarmannsins. Nú fengi hún enga nýja
hrúðu fyrir jólin. En það gerði ekkert til,
sðeins ef...... Hún flýtti sé heim glöð
í bragði, en hjnrta hennar barðist á milli
vonar og ótta.
III.
Næstu nótt var Maju alltaf að dreyma
eitthvað rugl um brúður, happdrætti og
hesta. Og henni fannst næsti dagur aldrei
®tla að líða. Hún vissi, að i kvöldblaðinu
^iundu vinningarnir í happdrætti Ung-
rnennafélagsins verða auglýstir. Loksins
leið að þeim tíma, er blaðið kom út. Maja
htla fór í kápuna sína og staulaðist niður
í þorpið að ná sér í blað.
Himininn var heiður og blár og mikið
írost. Það marraði ónotalega í snjónum
undir hækjunni. Nú stóðu jólainnkaupin
sem hæst. Allir voru á ferð og flugi með
böggla og pinkla í höndunum. — Maja
litla náði sér í Kvöldblaðið. Jú, þarna var
auglýsingin um vinningana. Aðalvinning-
urinn: Reiðhestur, númer-----------. Maju
sortnaði fyr'ir augulm, númer 892. — Hún
missti blaSið úr höndum sér. Hún
hafði 'ekki unnið, það munaði tuttugu.
Það kom kökkur í hálsinn á lienni og henni
lá við gráti. Var guð þá ekki góður, fyrst
hann hjálpaði ekki þeim, sem bágt áttu?
Henni yar kalt. Niðurbeygð og vonsvikin,
haltraði þessi fatlaða, fátæka stúlka, heim
á leið. Allir voru að flýta sér, énginn tók
eftir henni. Allt í einu rakst einliver svo
óþyrmilega á hana, að liún féll á götuna.
Koskinn maöur á fínum frakka lijálpaði
henni á fætur. Hann spurði, hvort hún
hefði meitt sig. Nei, hún hafði ekkert meitt
sig, en hún var svo loppin af kulda, að
hún gat naumast haldið hækjunni. Maður-
urinn gaf henni tvo peninga, klappaði fl
kollinn á lienni og hélt leiðar sinnar. —
Þetta voru tveggja krónu peningar, svo
nú átti hún fjórar krónur. En þrátt fyrir
það, þó hún ætti svona mikla peninga, þá
var hún samt ekkert glöð. Hugsanir liennar
voru bitrar, eins og desemberkuldinn. Af
hverju er kjörum mannanna svo misskift,
að sumir verða alltaf að þiggja hjálp af
öðrum? Eða er það bara hnefarétturinn,
sem ræður í heiminum? Hver verður að
sjá um sig eftir bestu getu. — Á leiðinni
kom hún við í verslun H. Péturssonar. Hún
var búin að ákveða að kaupa brúðu fyrir
peningana sína. „Því miður, sagði búðar-
maðurinn, „við höfum þær ekki til; við
vorum að selja þá síðustu rétt áðan“. Ilún
reikaði út úr búðinni eins og í þoku-
kenndri leiðslu. Ilún var orðin svo vön
því að verða fyrir vonbrigðum.