Unga Ísland - 01.12.1937, Qupperneq 12
UNGA ÍSLAND
150
Prófessor Guðjón Samúelsson,
húsameistar'i ríkisins, sem gert liefir teikn-
ingarnar af byggingum háskólans, og mestu
ráhið um gerð þeirra. Af frœgum opin-
berum byggingum, sem Guðjón hefir
teiknað, má nefna Þjóðleikhúsiö og Sund-
höllina í Beykjavík.
Til kaupenda.
Almanak skólabarna fyrir 1938 er nú í
prentun. Það verður sent með nýárspóstun-
um til allra skuldlausra kaupenda blaðsins.
Þeir, sem fá blaðið hjá útsölumönnum,
spyrji eftir almanakinu hjá þeim.
Efnisyfirlit yfir 33. árgang verður að venju
sent með janúarblaði næsta ár; er þetta gert
til að ódrýgja ekki rúm jólablaðsins með
efnisyfirlitinu.
LARFA LÁKI
AÐALSTEINN SIGMUNDSSON ÞÝDDI
Tvísigld skonnorta lá uppi við bakkann,
og hallaðist mátulega. Hún hafði legið
þarna árum saman, og lét á sjá eftir tím-
ans tönn. Tjargaði skrokkurinn var ekki
svartur lengur, en þakinn þörungum og
hrúðurkörlum. Kaðlarnir voru fúnir og
trosnaðir; þilfarið gisið og götótt. Og þef
af fúkka og úldnu vatni lagði upp úr
lestinni.
Síðustu dagana hafði orðið mikil breyt-
ing á skipinu. Skrokkurinn hafði verið
skoiaður, þilfarið þvegið, kaðlarnnir lag-
færðir og smáhlutirnir, sem að vísu voru
fáir, slípaðir með sandpappír, svo að þeir
gljáðu — þar á meðal skipsnafnið „Edit“.
Fánagarmur, sem bersvnilega hafði verið
búinn til af vanefnum, blakti í hálfa
stöng.
Þeir, sem kunnugir voru. vissu, að
Larfa-Pétur, ábúandi skipsins, en ekki eig-
andi, var dauður. Grafarmennirnir höfðu
horið hann til moldar, og öll líkfylgdin var
T.jarfa-Láki, sonur hins látna, þrettán ára
gamall.
Það var morguninn eftir jarðarförina.
Larfa-Láki kom upp um káetuopið, úfinn
og óhreinn, og lygndi dapurlegum augun-
um móti skínandi morgunsólinni. Iíann
geispaði mikinn, reikaði aftur á og fór í
hægðum sínum að losa um fánagarminn og
draga hann upp að húni.
„Svona nú. pabbi minn!“ hvíslaði hann.
„Nú hefi ég gert það, sem ég get. Sofðu
nú vel, þessa löngu frívakt."
Það var sunnudagur og allt var kyrrt
við höfnina. Larfa-Láki gekk hægt með-